fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Þóttust vera hótelgestir á Höfn og sviku út mat – „Slær hann á brjóst sér eins og hann sé í leit að veskinu“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 6. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður og kona komu í gærkvöldi inn á Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði. Þau pöntuðu sér mat og vín á veitingastað hótelsins og skrifuðu það á tiltekið herbergi á hótelinu sem þau sögðu vera sitt herbergi. Síðar kom í ljós að fólkið var ekki með bókað herbergi á hótelinu og gengu þau út án þess að borga nokkurn tímann fyrir matinn.

Hanna Björg Sævarsdóttir, einn af rekstraraðilum hótelsins, greindi frá málinu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar og veitti DV góðfúslegt leyfi til að greina frá því.

Í færslunni segir hún að fólkið hafi farið upp á herbergisganginn og fundið sér þar herbergisnúmer. Síðan farið á veitingastað hótelsins, pantað mat og vín og látið skrifa reikninginn á viðkomandi herbergi. Svo að matnum loknum hafi þau látið sig hverfa.

Í athugasemd við færsluna er Hanna spurð hvort um Íslendinga hafi verið að ræða. Hún segir manninn og konuna hafa tjáð starfsmanni hótelsins að þau væru frá Þýskalandi.

Reyndu að fela spor sín

Vegna anna hafði Hanna ekki tök á því að ræða málið nánar við DV en gat þó sent skilaboð með nánari lýsingu á því hvernig maðurinn og konan báru sig að:

„Fyrir starfsfólkinu okkar var þetta bara eins og hver annar gestur, enda með fullbókað hótel þetta kvöld og erum við með rúmlega 60 herbergi. Það er því ekki eins og maður þekki hvern og einn gest.“

Hanna segir að eftir að maðurinn og konan voru horfin á braut hafi við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum hótelsins sést vel hvernig fólkið framkvæmdi verknaðinn:

„Byrjar maðurinn á því að leggja í stæði, sem lengst frá hótelinu svo ekki sást í bílnúmer eða bíltegund við skoðun á kerfinu. Hann labbar inn og fer beint upp á 2. hæð hótelsins og inn á svefnherbergjaganginn. Beygir sig niður og þykist reima skóna sína og um leið skannar hann ganginn.“

Því næst hafi maðurinn og konan haldið á veitingastaðinn og gefið sig á tal við einn þjónanna:

„Spyr hvort það sé hægt að fá vínflösku til þess að taka upp á herbergið og hvort það væri laust borð. Honum var tjáð að við værum ekki með laust borð sem stendur en hann gæti athugað aftur eftir klukkutíma. Hann tók svo flöskuna og 2 glös og gengur í áttina aftur upp á herbergi nema hann snýr við og gengur út um leið og þjónninn hefur snúið sér að öðrum gesti.“

Þóttist ekki vera með veskið

Þetta athæfi hafi hins vegar ekki vakið athygli starfsmanna í móttöku hótelsins:

„Fyrir móttökustarfsmann er þetta ekkert óeðlilegt þar sem við erum með aðrar byggingar hinum megin við götuna þar sem helmingur herbergja hótelsins er.“

Að klukkutíma liðnum komu maðurinn og konan aftur á veitingastaðinn og fengu þá borð. Þegar komið var að því að greiða fyrir matinn setti maðurinn á svið lítinn leikþátt:

„Slær hann á brjóst sér eins og hann sé í leit að veskinu en biður svo um að setja þetta á herbergið og gefur upp númerið sem hann hafði valið sér þarna fyrr um kvöldið.“

Í athugasemdum við Facebook-færsluna er Hanna spurð hvort ekki séu sömu verkferlar á hótelinu eins og mörgum öðrum hótelum, sem eru með veitingastaði, þar sem gestir á hótelinu sem vilja láta skrifa málsverði, sem þeir kaupa þar, á sitt herbergi séu beðnir um að sýna herbergislyklana til staðfestingar. Hanna segir hótelið sannarlega vera með þessa sömu verkferla og þar að auki eigi gestir sem skrifa á herbergi sitt að skrifa undir kvittun á veitingastaðnum:

„Aftur á móti í öllum asanum þetta kvöld þá gleymdi þjónninn þessu skrefi og lét duga að fá herbergisnúmer. Honum til „varnar“ þá er þessi starfsmaður nýr og enn í þjálfun og geta því miður svona mistök átt sér stað en oftast er fólk ekki að villa á sér heimildir og það kemur ekki að sök.“

„Svona tilfelli er góð lexía og lærir fólk af þessu, “ segir Hanna Björg að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti