fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sagt upp á Landspítalanum og komin á endastöð í dómskerfinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 13:30

Landspítalinn við Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtar hafa verið ákvarðanir Hæstaréttar í málum fjögurra einstaklinga, þriggja kvenna og eins karlmanns, sem sagt var upp störfum sínum sem millistjórnendur hjá Landspítalanum árið 2020. Fólkið fór í mál við íslenska ríkið en bæði Héraðsdómur og Landsréttur dæmdu þeim í óhag. Hæstiréttur hafnaði því að taka mál fólksins fyrir og því virðist ljóst að úrræði þeirra í dómskerfinu eru fullnýtt.

Á vef Hæstaréttar eru birtar fjórar ákvarðanir, ein fyrir hvert mál, en þær eru nánast samhljóða. Í þeim kemur fram að öllu fólkinu var sagt upp sama dag, 11. september 2020. Alls hafi átta störf millistjórnenda verið lögð niður á Landspítalanum þennan dag vegna skipulagsbreytinga.

Allt fólkið var með sama lögmann. Eins og áður segir eru allar ákvarðanir Hæstaréttar í málum þeirra nánast samhljóða.

Fólkið hélt því fram að uppsagnir þeirra væru ólögmætar.

Héraðsdómur og Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf fólksins hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig væri hægt að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni spítalans á árangursríkari hátt. Það hefði ekki tekist að sanna að ákvörðunin byggðist á ómálefnalegum sjónarmiðum. Hvorki Héraðsdómur né Landsréttur féllust á að skort hefði á að Landspítalinn rannsakaði hvort mögulegt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en fólkinu, í samræmi við stjórnsýslulög. Það var heldur ekki tekið undir að Landspítalinn hefði ekki beitt meðalhófi eða að fólkinu hefði verið sagt upp til að ráða hæfari starfsmenn.

Lögmaður fólksins taldi að Hæstaréttur yrði að taka mál þeirra fyrir þar sem þau hefðu verulegt almennt gildi. Verulegt ósamræmi sé í dómaframkvæmd Landsréttar á þessu sviði og niðurstaða hans sé ekki í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar og álit umboðsmanns Alþingis. Einnig hafi ekki reynt á það fyrir Hæstarétti hvort stjórnvöldum sé heimilt að segja starfsmanni upp til þess að ráða annan sem stjórnvöld telji hæfari. Þá byggði lögmaðurinn á því að dómur Landsréttar sé rangur þar sem lagt hafi verið til grundvallar að laus störf hjá Landspítalanum hafi ekki verið samboðin fólkinu en að ríkið hafi ekki byggt á þeirri málsástæðu í sínum málflutningi.

Hæstiréttur tók hins vegar ekki undir að málið hefði verulegt almennt gildi eða að dómur Landsréttar sé rangur og hafnaði því að taka málin fjögur fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg