fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 15:30

Helgina áður hafði fólk reynt að hafa samband við parið án árangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gasleki er ein af mögulegum dánarorsökum parsins sem fannst látið á Torrevieja í síðustu viku að sögn heimildarmanna DV. Ekki hefur tekist að fá það staðfest hjá lögreglunni eða ráðhúsinu í Torrevieja.

Parið voru ekki hjón eins og DV greindi áður frá heldur sambýlisfólk sem höfðu íbúð á leigu. Maðurinn var 73 ára gamall og konan 64 ára.

Eins og áður var greint frá var Ræðismannsskrifstofunni tilkynnt um andlátin miðvikudaginn 10. janúar. Utanríkisráðuneytið er einnig meðvitað um málið.

Sjá einnig:

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Að sögn heimildarmanna fundust maðurinn og konan látin í íbúðinni mánudaginn 8. janúar þegar lögreglan var kvödd að íbúðinni til að opna hana. Á föstudeginum áður og um helgina hafði fólk reynt að hafa samband við þau en ekki tekist. Ekki er því vitað hvenær þau létust.

Eins og áður segir hefur ekki tekist að fá upplýsingar um málið hjá lögreglunni í Torrevieja. Það er hvort krufningu sé lokið eða hvort málið sé rannsakað sem slys eða sakamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg