fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Örvæntingarfullum manni neitað um örorkubætur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist á vef Stjórnarráðsins úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála, frá 18. október 2023, í máli manns sem Tryggingastofnun ríkisins hafði neitað um örorkubætur. Í úrskurðinum má lesa að maðurinn virðist haldin örvæntingu vegna slæmrar heilsu sinnar og þeirra skaðlegu áhrifa sem heilsan hefur á fjárhagsstöðu hans. Úrskurðarnefndin vísaði aftur á móti kærunni frá á grundvelli þess að kæra mannsins hefði borist of seint.

Um málsatvik segir í úrskurðinum að með ákvörðun Tryggingastofnunar frá 5. janúar 2023 hafi umsókn mannsins um örorkulífeyri og tengdar greiðslur verið synjað á þeim grundvelli að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.

Kæra mannsins hafi borist úrskurðarnefnd velferðarmála 16. júlí 2023. Með bréfi sem dagsett hafi verið 22. ágúst 2023, hefði manninum verið tilkynnt að kæran hefði borist að liðnum kærufresti og honum gefinn kostur á gera athugasemdir, á grunni skilyrða stjórnsýslulaga, um að samt sem áður væri grundvöllur fyrir því að nefndin tæki kæruna fyrir. Athugasemdir hafi hins vegar ekki borist frá manninum.

Sjái sér ekki fært að lifa svona

Um sjónarmið mannsins segir í úrskurðinum að honum hafi verið synjað um örorku þar sem að hann hafi ekki fullreynt endurhæfingu, þrátt fyrir að gögn sýni annað. Hann hafi fæðst með fæðingargalla sem lýsi sér í ofvexti í bátsbeini í ökkla. Hann gangi með staf af og til en sé oft alveg rúmliggjandi.

Fram kemur að maðurinn hafi farið í aðgerð en í dag sé verið að íhuga að stífa ökklann, sem sé verra. Maðurinn segist ekki getað unnið fullan vinnudag. Lífeyrissjóður hafi metið hann með 50 prósent örorku  en það mat hafi staðið til að endurskoða þetta sama haust. Maðurinn segir að fæðingargalli sé eitthvað sem hann hafi enga stjórn á. Hann hafi reynt að vera á vinnumarkaðinum en enginn vilji ráða mann sem sé „óstapill“ í vinnu sökum fötlunar. Einnig er sérstaklega tekið fram að maðurinn hafi tvisvar reynt að svipta sig lífi og hafi það verið aðallega vegna fjárhagsáhyggja.

Maðurinn segist ekki geta unnið eins og heilbrigt fólk. Hann hafi sótt um örorku síðan 2018 en umsóknum hans alltaf verið hafnað. Hann óski eftir því að nefndin úrskurði að Tryggingastofnun skuli lesa gögn en ekki kennitölu og sjá hvað ami að.

Því er einnig bætt við um sjónarmið mannsins að hann sé á mörkum þess að missa eign sína. Hann fái ekki atvinnuleysisbætur, félagsstuðning eða aðrar bætur. Hann sjái sér ekki fært að lifa þannig eða  að bjóða fjölskyldu sinni upp á þannig líf.

Engin ástæða sé til að taka kæruna til meðferðar

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála segir að samkvæmt lögum verði kærur til hennar að berast innan þriggja mánaða eftir að viðkomandi aðila hafi verið tilkynnt um ákvörðun. Í þessu tilfelli hafi kæra borist sex mánuðum eftir að tilkynnt var um ákvörðunina

Samkvæmt stjórnsýslulögum sé þó heimilt að taka fyrir kæru sem berst eftir að kærufrestur er liðinn ef það sé afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr eða að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar.

Fyrir liggi að þegar Tryggingastofnun hafnaði því í janúar 2023 að maðurinn fengi örorkubætur hafi manninum verið leiðbeint um að hann hefði þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til nefndarinnar. Hann hafi fengið tækifæri til að koma á færi athugasemdum og færa rök fyrir því að taka ætti kæruna fyrir þótt fresturinn væri liðinn en engar slíkar athugasemdir hafi borist.

Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að afsakanlegt sé að kæran hafi borist of seint. Það séu heldur ekki veigamiklar ástæður fyrir því að taka kæruna til meðferðar og að ekkert virðist vera því til fyrirstöðu að maðurinn geti aftur sótt um örorkubætur. Kæru mannsins er þar með vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu