fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Máli íbúa á þynningarsvæði stóriðjunnar á Grundartanga vísað frá – Brennisteinsdíoxíð og flúor

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 08:00

Stóriðjusvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Mynd/Samband sveitarfélaga á Vesturlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli íbúa og fyrirtækja á þynningarsvæði stóriðjuveranna á Grundartanga hefur verið vísað frá Landsrétti. Töldu stefnendur sig eiga skaðabótarétt á ríkið og sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit vegna útgefinna starfsleyfa til járnblendiverksmiðjunnar Elkem og álversins Norðuráls.

Stefnendur í málinu voru tvö fyrirtæki, iðnaðarfyrirtækið Skagastál og ferðaþjónustufyrirtækið At Iceland, sem og íbúarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Inga Guðrún Gísladóttir. Þetta eru eigendur fimm jarða sem liggja á þynningarsvæði stóriðjunnar fyrir brennisteinsdíoxíð og flúor. Þrjár jarðir að Fellsenda og tvær að Galtalæk í Hvalfirði.

Stóriðjan hefur staðið á þessum stað síðan árið 1979 en jarðirnar voru keyptar á árunum 2003 til 2021. Ekki var deilt um að eigendur jarðanna hefðu ekki vitað um ástand þeirra og að þær stæðu á þynningarsvæði þegar þeir keyptu jarðirnar. Heldur að ríki og sveitarfélag hefðu veitt starfsleyfi og skilgreint jarðirnar innan þynningarsvæðis, fyrst árið 1998 og síðast árið 2021.

Skilgreint þynningarsvæði er það svæði sem tekur við mengun frá ákveðinni starfsemi. Þar má mengun vera yfir umhverfis- eða gæðamörkum og á slíkum svæðum eru vissar hömlur. Til að mynda má ekki byggja íbúðarhúsnæði á þynningarsvæði og hömlur eru einnig á atvinnustarfsemi.

Stóriðjan greiði ekki fyrir not sín af jörðunum

Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 2. nóvember síðastliðinn og var sá úrskurður staðfestur í Landsrétti 20. desember.

Stefnendurnir höfðu krafist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda hins opinbera þar sem réttur þeirra til að nýta fasteignir sínar hafi verið skertur allt frá því að þau keyptu jarðirnar. Hafi þeir ekki geta nýtt fasteignirnar til íbúðabyggðar og ferðaþjónustu.

Þá séu verðmæti þeirra verulega skert vegna þeirra kvaða sem á þeim hvíli. Þessar kvaðir séu á eignunum án þess að stóriðjan hafi greitt neitt fyrir not sín af þeim.

Hið opinbera byggði frávísunarkröfu sína á því að málsgrundvöllurinn væri ruglingslegur og óskýr. Erfitt væri að taka til varna í málinu.

Tjón hafi fallið til fyrir kaupin

„Ekki verður á það fallist að sóknaraðilar hafi leitt líkur að tjóni með vísan til þess eins að möguleikar  þeirra á að nýta jarðir sínar séu takmarkaðir þar sem þær séu á þynningarsvæði vegna nálægðar við  stóriðju á Grundartanga,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.

Kröfurnar séu ekki byggðar á því að hið opinbera hafi gert neinar breytingar á þynningarsvæðinu eftir að jarðirnar voru keyptar.

„Hafa sóknaraðilar þannig ekki gert viðhlítandi grein fyrir því á hvaða grunni þau hafa uppi kröfur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu fyrir ætlað fjártjón, sem virðist hafa fallið til áður en þau keyptu jarðirnar,“ segir í niðurstöðunni.

Auk þess sem málinu var vísað frá var stefnendum gert að greiða ríkinu og Hvalfjarðarsveit 300 þúsund krónur hvoru í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“