fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Martröðin á 17. júní – Dómur þyngdur verulega yfir árásarmanni Omars

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júní 2023 16:12

Omar Alrahman Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi verulega dóm yfir Nazari Hafizullah sem sakfelldur hefur verið fyrir manndrápstilraun á 17. júní árið 2022.

Atvikið átti sér stað á meðal byggingarverkamanna á Seltjarnarnesi.  Þolandi hinnar óvæntu, tilefnislausu og hryllilegu árásar var Omar Alrahman, rúmlega fertugur fjölskyldufaðir frá Írak, sem býr með fjölskyldu sinni í Hafnafirði. DV ræddi við Omar, viku eftir árásina:

Omar varð fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi á 17. júní – „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi“

Mundi hann ekkert efir árásinni en Nazari réðst aftan á hann með klaufhamri og jarðhaka. Sló hann Omar ítrekað í höfuð og búk með áhöldunum svo hann þrí-höfuðkúpubrotnaði og rifbeinsbrotnaði. „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginlega?“ sagði Omar í viðtali við DV.

Árásin var lífshættuleg og Nazari var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Nazari sagði fyrir dómi í aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í fyrra að hann hefði ekki ætlað myrða Omar heldur hefði hann ætlað að slasa hann og fleiri vinnufélaga. Hann gaf þá ástæðu fyrir árásinni að mennirnir hefðu ætlað að drepa hann tveimur dögum áður með því að láta skóflu vinnuvélar eða jarðvegsgröfu síga í höfuð honum. Hafði hann þá verið að vinna beint fyrir neðan gröfuna. Skóflan fór í höfuð honum og hlaut hann kúlu á höfuðið. Vildi hann hefna þessarar árásar sem hann vildi meina að hefði verið að yfirlögðu ráði.

Í héraðsdómi í fyrra var Nazari dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða Omar rúmlega 2,1 milljón króna í skaða- og miskabætur og öðrum brotaþola á byggingarsvæðinu 400 þúsund krónur.

Landsréttur þyngdi dóminn yfir Nazari Hafizullah verulega, eða upp í fimm og hálft ár. Niðurstaða héraðsdóms um miskabætur er hins vegar óröskuð.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“