fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Strætó og Vegagerðin hækka verð – Hækkunin meiri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 16:04

Mynd: Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætó hefur tilkynnt að fyrirtækið og Vegagerðin muni hækka verð á ferðum með strætisvögnum og rútum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, 1. júlí næst komandi. Nemur hækkunin hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu 3,6 prósent af stökum fargjöldum og 3,3 prósent af tímabilskortum. Stakt fargjald á höfuðborgarsvæðinu fer þannig úr 550 kr. í 570 kr. og 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða fer úr 4.500 kr. í 4.650 kr.

Segir í tilkynningunni að gjaldskráin hafi síðast hækkað 1. október 2022. Frá þeim tíma hafi vísitala neysluverðs hækkað um 5,2%. Stjórn Strætó hafi því samþykkt hækkun á gjaldskrá á fundi stjórnar félagsins 19. maí.

Markmiðið með gjaldskrárstefnunni sé að tryggja að gjaldskrá haldist í hendur við rekstrarkostnað Strætó. Strætó noti sína eigin vísitölu til að mæla rekstrarkostnað og taki gjaldskráin þannig breytingum í takt við Strætóvísitöluna hverju sinni. Hún hefur hækkað um 3,5 prósent frá 1. október 2022. Undir Strætóvísitölunni eru laun, olía, viðhald, viðgerðir og varahlutir en vísitala neysluverðs er einnig nýtt við útreikninga á þessari sérstöku vísitölu Strætó.

Gjaldskrárbreyt­ing­arn­ar taka ekki til akst­ursþjón­ustu fyr­ir fatlað fólk.

Vegagerðin hefur umsjón með meginþorra almenningssamgangna á landsbyggðinni og hefur víða falið Strætó að sjá um þær. Er hækkunin nokkuð meiri hjá Vegagerðinni en Strætó en hún nemur 16,3 prósent. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr. Verð tímabilskorta og nemakorta verða þó óbreytt og hækka ekki að sinni. Sem dæmi um verðhækkanir á ferðum almenningssamgangna þá hækkar verð á ferð frá Reykjavík til Akureyrar úr 10.780 kr. í 12.540 kr. og stök ferð frá Reykjavík til Keflavíkur hækkar úr 1.960 kr. í 2.280 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið