fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Varar Pútín við mögulegri byltingu – „Fyrst munu hermennirnir rísa upp“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 06:40

Andstæðingar Yevgeni Prigozhin telja að hann sé að undirbúa að velta Pútín af stalli. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylting gæti átt sér stað innan Rússlands ef stríðið í Úkraínu dregst enn á langinn og vandræðalegir ósigrar halda áfram að hrannast upp. Þetta segir Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner-málaliðahersveitarinnar, í viðtali á heimasíðu rússneska bloggarans Konstantin Dolgov en CNN greinir frá.

Í viðtalinu skammast Prigozhin, sem gjarnan er nefndur Kokkur Pútíns,  yfir því að rússneska varnarliðið sé óundirbúið undir skærur Úkraínumanna á rússneskri grundu. Á dögunum urðu Rússar fyrir niðurlægjandi áfalli þegar rússneskir uppreisnarmenn, sem berjast við hlið Úkraínumanna, héldu yfir landamærin og gerðu árás á rússneska bæi við landamærin og stálu meðal annars hertækjum og tóku myndir og myndbönd upp af gjörðum sínum.

Þetta segir Prigozhin vera til skammar og hann hvatti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, til þess að bæta í hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu. Að hans mati ætti Pútín að lýsa yfir herlögum og senda fleiri hermenn á vígvöllinn. Þá hrósaði hann einnig andstæðingum Rússa.

„Ég er á því að Úkraínumenn séu í dag með einn öflugasta her heims,“ sagði Prigozhin. Hann sagði Úkraínuher vera mjög skipulagðan, vel þjálfaðan og upplýsingaöflun þeirra væri eins og best gerðist. Þá gætu hermenn Úkraínumanna notað nánast öll hergögn, hvort sem þau væru frá tímum Sovétríkjanna eða nýrri tæki frá NATO.

Prigozhin hefur verið gjarn á að gagnrýna rússneska herinn og og orð hans hljóta að vera viðvörunarmerki til Pútíns. Sagði Kokkurinn að ef ósigrar rússneska hersins héldu áfram að hrannast upp þá gæti brostið á bylting, rétt eins og árið 1917.

„Fyrst munu hermennirnir rísa upp og eftir það þá munu ástvinir þeirra gera slíkt hið sama,“ sagði Prigozhin og benti á að ekki skyldi vanmeta þann fjölda en væru það líklega hundruð þúsunda Rússa sem hefðu misst ástvin í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Í gær

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði