fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Tæmdi útstillingu Guðbrands tvisvar með sama grjótinu – Sýknaður af fyrri tilraun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:00

Verslun Guðbrands. Mynd: Skjáskot ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hlaut í byrjun febrúar, í Héraðsdómi Reykjavíkur, þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir þjófnað í skartgripaverslun Guðbrands J. Jezorski í miðbænum. Í frétt Mbl.is í byrjun desember 2020 var fjallað um innbrotahrinu í verslunina, en þrjár tilraunir höfðu verið gerðar til ráns þar árið 2020. „Þetta var sami maður­inn sem kastaði gang­stétt­ar­hellu í rúðuna og tæmdi svo út­still­ing­una. Hann notaði sama grjótið í báðum til­vik­um og það sást til hans. Það eru ör­ygg­is­mynda­vél­ar á bygg­ing­um nærri versl­un­inni og þar náðist hann á mynd,“ sagði Krist­ín Guðbrands­dótt­ir Jezorski, dótt­ir gullsmiðsins Guðbrands J. Jezorski,

Karlmaðurinn var ákærður fyrir tvo innbrot og hlaut dóm fyrir það seinna með því  að  hafa,  laugardaginn  5. desember 2020, brotið tvær rúður í skartgripaversluninni og stolið úr   versluninni   níu   armböndum,   átta   hálsmenum,   þremur   eyrnalokkum,  pari   af ermahnöppum  og  tuttugu  og  fjórum  hringum,  að  áætluðu  söluverðmæti  að  lágmarki 862.000 kr.

Fyrir það fyrra „að hafa, aðfaranótt laugardagsins  21.  nóvember  2020,  brotið  rúðu  í versluninni  og stolið  þaðan  gullarmspöng,  tveimur  gullhringjum,  perlufesti  og  tveimur úrum, að áætluðu söluverðmæti 560.000 krónur var hann hins vegar sýknaður.

Maðurinn var handtekinn tveimur vikum eftir það brot og fundust munir á honum sem teknir voru í innbrotinu. Hins vegar var hann sýknaður þar sem ekki þótti sannað að hann hefði verið á vettvangi þegar brotið var framið. Neitaði hann jafnframt sök við rannsókn málsins.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm, en hann hafði tvisvar sinnum áður verið dæmdur til refsingar, árið 2021. Brot það sem hann var núna sakfelldur  fyrir  var framið fyrir  uppkvaðningu dómana árið 2021 var ákærða  því  dæmdur  hegningarauki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband