fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg sendir hóp til Tyrklands

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:52

Hér er verið að bjarga manni úr rústum húss 26 klukkustundum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun.

Slysavarnafélagið Landsbjörg ásamt utanríkisráðuneytnu hófu þegar í gærmorgun undirbúning þess að senda hóp til aðstoðar, og nú liggur fyrir að níu manna hópur mun fljúga til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar eftir hádegi í dag. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða, sem mikil þörf er á á svæðinu, en þegar þetta er skrifað hafa um 80 alþjóðlegar sveitir boðað komu sína á hamfarasvæðið.

Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir íslenska hópinn en hún hefur afar mikla reynslu af stýringu og samhæfingu aðgerða í alþjóðlegum aðgerðum. Sólveig tók þátt í æfingu fyrir hamfarir af svipuðum toga í Tyrkland síðasta haust. Einnig eru í hópnum verkfræðingar, læknir og búðastjóri.

Íslenski hópurinn fer á svæðið undirbúinn fyrir að vera við störf í sjö daga.

Von er á tilkynningu fljótlega frá Landhelgisgæslunni um nánari upplýsingar um brottfarartíma TF-SIF.

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir