fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í máli meinta svikahrappsins – Konurnar komnar með vinnu en ekki húsnæði – Miklar ásakanir á hendur manninum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 10:39

F.h. Martyna Ciecholińska, Alina Kottlewska, Małgorzata Olszewska, Aleksandra Trzopek og Natalia Jakrzewska. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV í gær þar sem fimm pólskar konur lýstu meintum svikum af hendi samlanda síns vakti mikla athygli. Fimm konur, sem DV ræddi við, eru hluti af stærri hópi sem segist eiga um sárt að binda vegna viðskipta við mann að nafni Adamka Przemyslaw.

Konurnar lýstu því fyrir DV að þær hafi svarað atvinnuauglýsingu á netinu og ráðið sig til starfa við hreingerningar hjá fyrirtæki sem bar heitið „Cleanhomes ehf.“ Það fyrirtæki er raunar ekki til, hefur enga kennitölu, en fyrirtækið PR Hús var í samskiptum við konurnar. Þær hafa lítil verkefni fengið á meðan dvöl þeirra hér hefur staðið, fyrir utan að þrífa og mála húsnæði PR Húsa. Þær eru þó með ráðningarsamning og eru í Eflingu. Ekki hefur verið greitt fyrir húsnæði sem konunum var komið fyrir í og eru þær í raun á götunni. Þær hafa ennfremur engin laun fengið greidd.

Sjá einnig: Konur segjast í sárum eftir svikahrapp – „Við erum peningalausar, atvinnulausar, án húsnæðis. Hvað eigum við að gera?“

Eftir fréttina settu margir sig í samband við DV og konurnar sjálfar. Ein úr hópnum, Martyna, hefur staðfest að þær séu allar komnar með vinnu. Húsnæði sem þeim hefur verið boðið af hálfu aðila sem lásu frétt DV í gær er hins vegar allt utan höfuðborgarsvæðisins og hentar ekki. Leit að húsnæði stendur yfir enn konunum verður þó ekki úthýst að sinni úr núverandi verustað sínum, á hóteli í Reykjavík.

Falskar ásakanir um bílþjófnað

Adamka hefur greint DV frá því að vandræði í bankasamskiptum valdi því að konum hafi ekki verið greitt ennþá en greiðslur séu á leiðinni. Þær hafa enn ekki borist. Aðili á vegum PR Húsa sagði einnig frá því í samtali við DV um helgina að konurnar hefðu stolið sendibíl frá PR Húsum. Hið sanna er að konurnar komu á pantaðan gististað í sendibíl frá PR Húsum en hann var gerður upptækur af þrotabúi fyrirtækisins Furuverk ehf sem tekið var til gjaldþrotaskipta í september árið 2021. Furuverk var í eigu Adamka.

DV hefur ennfremur frá fyrstu hendi að fyrrverandi eigendur  umrædds sendibíls af gerðinni Citroen Berlingo saki Adamka um að hafa aldrei greitt fyrir bílinn sem hann keypti af þeim.

Adamka er sakaður um margvísleg fjársvik í tengslum við rekstur Furuverks. Fjallað verður nánar um málið síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“