fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Rússar vilja handtaka úkraínska Eurovision stjörnu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. desember 2023 16:30

Jamala vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um þjóðernishreinsanir Sovétmanna á Töturum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision sigurvegarinn Susana Jamaladinova, betur þekkt sem Jamala, er komin á lista Rússa yfir eftirlýsta glæpamenn. Er hún sökuð um að gera lítið úr mætti rússneska hersins.

Tass og fleiri rússneskir ríkismiðlar greina frá þessu.

Jamala, sem er fertug að aldri, er Tatari frá Krímskaga og Úkraínumaður. En Rússar hernumdu svæðið árið 2014 og þykjast hafa innlimað það. Langflest ríki heims viðurkenna ekki innlimunina.

Söngkonan kom, sá og sigraði Eurovision keppnina árið 2016 í Stokkhólmi í Svíþjóð með laginu „1944“ fyrir Úkraínu. Lagið fjallar um þjóðernishreinsanir Sovétmanna á krímverskum Töturum þetta téða ár. En margir þeirra voru fluttir nauðugir til Mið-Asíu, þar á meðal ættingjar Jamölu.

Jamala fékk flest stig í keppninni, 534 talsins, þar af 323 frá almenningi.

Styður heimaland sitt

Innanríkisráðuneyti Rússlands hefur nú ákært Jamölu fyrir að gera lítið úr mætti rússneska hersins. Í nóvember gaf rússneskur dómstóll út handtökuskipun á hana þrátt fyrir að hún sé ekki rússneskur ríkisborgari.

Jamala hefur stutt dyggilega á bak við málstað heimalands síns. Meðal annars hefur hún ferðast um heiminn og safnað fé fyrir varnir landsins gegn innrás Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið