fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Grindvíkingar hyggjast fjölmenna á körfuboltaleiki –  Boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fara fram tveir leikir í Subwaydeild karla og kvenna í körfubolta í Smáranum í Kópavogi. Klukkan 14.00 leikur Grindavík á móti Þór í kvennaboltanum og klukkan 17.00 leikur Grindavík á móti Hamar í karlaboltanum.

Á samfélagsmiðlum má sjá að Grindvíkingar hyggjast fjölmenna í Smárann að styðja sitt fólk og hitta vini og kunningja, en grindvískt samfélag hefur nú verið tvístrað í eina viku. 

Fyrir leik er boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa, Jóhanns Hallgrímssonar, sem er Grindvíkingur og fiskurinn er að sjálfsögðu frá Grindavík. Það eru hjálparsamtökin World Central Kitchen sem bjóða Grindvíkingum og gestum leikanna upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í dag. Matarvagninn ISSI – Fish and Chips verður staðsettur fyrir utan Smárann frá klukkan 13. 

Jóhann Issi Hallgrímsson

„World Central Kitchen höfðu samband við okkur hjá Grindavík og vildu hjálpa okkur Grindvíkingum. Samtökin vinna á alþjóðavísu og veita mataraðstoð þar sem náttúruhamfarir eiga sér stað,“ segir í færslu Jóns Júlíusar Karlssonar, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur, í Facebookhópnum Aðstoð við Grindvíkinga. „Við hvetjum því alla Grindvíkinga til að fjölmenna og fá endurgjaldslaust að þiggja Fish & Chips. Fiskurinn er af sjálfsögðu frá Grindavík!.“

Jón þakkar World Central Kitchen og Blikum fyrir gestrisni sína og væntumþykju. „Áfram Grindavík!“

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst