fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Grindvíkingar hyggjast fjölmenna á körfuboltaleiki –  Boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fara fram tveir leikir í Subwaydeild karla og kvenna í körfubolta í Smáranum í Kópavogi. Klukkan 14.00 leikur Grindavík á móti Þór í kvennaboltanum og klukkan 17.00 leikur Grindavík á móti Hamar í karlaboltanum.

Á samfélagsmiðlum má sjá að Grindvíkingar hyggjast fjölmenna í Smárann að styðja sitt fólk og hitta vini og kunningja, en grindvískt samfélag hefur nú verið tvístrað í eina viku. 

Fyrir leik er boðið upp á fisk og franskar að hætti Issa, Jóhanns Hallgrímssonar, sem er Grindvíkingur og fiskurinn er að sjálfsögðu frá Grindavík. Það eru hjálparsamtökin World Central Kitchen sem bjóða Grindvíkingum og gestum leikanna upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í dag. Matarvagninn ISSI – Fish and Chips verður staðsettur fyrir utan Smárann frá klukkan 13. 

Jóhann Issi Hallgrímsson

„World Central Kitchen höfðu samband við okkur hjá Grindavík og vildu hjálpa okkur Grindvíkingum. Samtökin vinna á alþjóðavísu og veita mataraðstoð þar sem náttúruhamfarir eiga sér stað,“ segir í færslu Jóns Júlíusar Karlssonar, framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur, í Facebookhópnum Aðstoð við Grindvíkinga. „Við hvetjum því alla Grindvíkinga til að fjölmenna og fá endurgjaldslaust að þiggja Fish & Chips. Fiskurinn er af sjálfsögðu frá Grindavík!.“

Jón þakkar World Central Kitchen og Blikum fyrir gestrisni sína og væntumþykju. „Áfram Grindavík!“

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi