fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Land hefur sigið um allt að 1 m í Grindavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 16:30

Grindavík Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar og hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að 1 metra.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem birtar eru gervitunglamyndir sem sýna þróun mála. Í tilkynningunni segir:

„Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að 1 m.“

Meðfylgjandi mynd hér að ofan sýnir umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst á föstudag:

„Gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember. Myndin sýnir umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.

Þessi mynd var hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólk Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og var sú niðurstaða notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember.

Verið er að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðasta þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön koma til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn.“

 

Ennfremur segir, um myndina hér að ofan:

„Myndin hér sýnir lóðrétta hreyfingu á yfirborði af völdum kvikigangsins sem myndaðist undir svæðinu síðdegis á föstudag, 10. nóvember, fram á laugardagsmorgun. Þessi mynd sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýna breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti