fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Til skoðunar að breyta lögum og verklagsreglum eftir nauðungarsöluhneykslið í Reykjanesbæ

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudag var birt á vef Alþingis svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar varaþingmanns Pírata um hvort ráðherrann hefði í hyggju að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir uppboð eigna að verðmæti langt umfram þær skuldir sem skuldara er ætlað að greiða. Í svarinu kemur fram að til skoðunar sé í dómsmálaráðuneytinu og hjá sýslumannaráði að breyta lögum og verklagsreglum um nauðungarsölur. Þótt það sé ekki beinlínis tekið fram í spurningu Indriða og svari ráðherrans virðist blasa við að nauðungarsöluhneyksli sem upp kom í Reykjanesbæ í sumar sé einn helsti hvatinn að þeim breytingum sem nú eru til skoðunar.

Málið kom upp þegar einbýlishús, sem er um 60 milljóna króna virði, í Reykjanesbæ, í eigu öryrkja, var fyrr á þessu ári selt á 3 milljónir króna á nauðungaruppboði sem Sýslumaðurinn á Suðurnesjum stóð fyrir en öryrkinn skuldaði 2,5 milljónir króna vegna vangreiddra gjalda af húsinu. Vakti það mikla reiði og hneykslan að húsið skyldi selt svo langt undir markaðsvirði og vegna skulda sem voru lítill hluti af markaðsvirði hússins. Því var einnig haldið fram að eigandinn, sem glímir við fötlun, hefði átt að njóta sérstakar aðstoðar og meiri leiðbeiningar af hálfu yfirvalda. Aðilinn sem keypti húsið á nauðungaruppboðinu hefur í hyggju að opna gistiheimili í því en umhverfis- og skipulagsráð og bæjarráð Reykjanesbæjar hafa hafnað þeim fyrirætlunum. Það er þó Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sem hefur hina endanlegu heimild til að veita leyfi til reksturs gististaða í Reykjanesbæ.

Sjá einnig: Einbýlishús selt undan öryrkja á klink – Allt sem þú þarft að vita um málið – „Þrjár fasteignir seldar á 10 milljónir eða minna“

Sjá einnig: Reykjanesbær hafnar áætlunum um húsið sem var selt undan öryrkja á umdeildan hátt

Sjá einnig: Áætlunum um húsið í Reykjanesbæ sem selt var á afar umdeildan hátt hafnað enn á ný

Í spurningu Indriða til ráðherrans, eins og áður sagði, er spurt hvort hann ætli að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir uppboð eigna að verðmæti langt umfram þær skuldir sem skuldara er ætlað að greiða og ef svo er hvenær þá og með hvaða hætti.

Í svari ráðherrans segir að ráðuneytið hafi hafið athugun annars vegar almennt á framkvæmd sýslumanna á grundvelli laga um nauðungarsölu og hins vegar sérstaklega framkvæmd sýslumanna á grundvelli 37. greinar laganna sem fjalli um úrræði þegar boð í eign eru svo lág að þau fari fjarri líklegu markaðsverði eignar. Markmiðið sé að tryggja vandaða framkvæmd nauðungarsölu með hagsmuni allra málsaðila að leiðarljósi. Ráðuneytið  hafi í samráði við sýslumannaráð kallað eftir tillögum sýslumanna að verklagsreglum og eftir atvikum lagabreytingum með þetta markmið í huga. Þá hafi dómsmálaráðuneytið jafnframt haft til skoðunar ábendingar Öryrkjabandalags Íslands sem kynntar hafi verið fyrir ráðherra á fundi, 21. ágúst 2023. Athugun sé ekki lokið og því liggi ekki fyrir hvaða breytingar séu nauðsynlegar og hvenær þær komi til framkvæmda.

Indriði spurði einnig ráðherrann hvort hann teldi að nauðungaruppboð séu auglýst með fullnægjandi hætti. Ef svo sé ekki, hvaða önnur úrræði standi þá til boða.

Í svari ráðherrans við þeirri spurningu segir að meðal þess sem skoðun dómsmálaráðuneytisins beinist að sé framkvæmd sýslumanna við birtingu auglýsinga um uppboð á grundvelli laga um nauðungarsölu en þar sé kveðið á um að auglýsingu um uppboð skuli birta í dagblaði, á vef sýslumanna eða með öðrum samsvarandi hætti. Hafi ráðuneytið þegar hafið samráð við sýslumannaráð um leiðir til að bæta framkvæmdina og kallað m.a. eftir afstöðu ráðsins um það hvort birting auglýsinga sé annars vegar samræmd milli sýslumannsembætta og hins vegar hvernig uppboð eigna séu almennt auglýst auk tillagna til úrbóta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“