fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Reykjanesbær hafnar áætlunum um húsið sem var selt undan öryrkja á umdeildan hátt

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 15. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði á fundi sínum síðastliðinn föstudag umsókn um að húsi sem var áður í eigu ungs manns, sem er öryrki, en selt á umdeildu nauðungaruppboði yrði breytt í gistiheimili.

Húsið stendur við Hátún 1 í Reykjanesbæ. Fjölmargar fréttir voru sagðar í fjölmiðlum af nauðungarsölunni fyrr á þessu ári og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum var harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd sölunnar.

Sjá einnig: Einbýlishús selt undan öryrkja á klink – Allt sem þú þarft að vita um málið – „Þrjár fasteignir seldar á 10 milljónir eða minna

Jakup Polkowski, sem varð öryrki eftir að hann hlaut heilablæðingu í kjölfar læknamistaka, hafði keypt húsið og staðgreitt það með miskabótum sem hann hlaut í kjölfar læknamistakanna. Bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni.

Hann greiddi hins vegar ekki tilskilin gjöld af húsinu svo sem fasteigna- og fráveitugjöld. Skuld sem nam 2,5 milljón króna safnaðist upp og kröfuhafar fóru fram á að húsið yrði selt á nauðungaruppboði. Jakup bar fyrir sig vankunnáttu og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann yrði að greiða gjöld vegna hússins þótt hann hefði staðgreitt húsið og ekki tekið lán til að fjármagna kaupin á því.

Húsið sem var metið á yfir 50 milljónir króna var að lokum selt á nauðgunaruppboði fyrir 3 milljónir króna. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, Ásdís Ármannsdóttir, var harðlega gagnrýnd fyrir framkvæmd sölunnar og að húsið skyldi selt svo langt undir markaðsvirði. Til að mynda þingmenn og verkalýðsleiðtogar sögðu sýslumanninn hafa leikið Jakup grátt með þessu og lögfræðingar furðuðu sig á að ákvæðum laga um að nauðgunaruppboð megi endurtaka, berist eingöngu tilboð sem eru langt undir markaðsvirði, skyldi ekki vera beitt í málinu.

Þroskahjálp og Örykjabandalag Íslands gagnrýndu harðlega að ungur öryrki skyldi á þennan hátt sviptur eign sinni vegna skuldar sem var mun lægri en virði eignarinnar. Töldu þessi samtök að ekki hefði verið tekið tillit til fötlunar Jakup og hann hefði vegna hennar þurft á meiri leiðsögn að halda af hálfu yfirvalda en hann hafi fengið.

Kaupandinn gaf sig ekki

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vissu ekki af nauðungarsölunni fyrr en hún var yfirstaðin. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, tjáði fjölmiðlum að réttast hefði verið að sýslumaðurinn hefði látið bæjaryfirvöld vita í hvað stefndi. Þannig hefði verið hægt að forða Jakup og fjölskyldu hans frá því að missa húsið. Á meðan fjölskyldan fékk aukin frest til að yfirgefa húsið mun Reykjanesbær hafa reynt að fá kaupanda hússins, útgerðarmann í Sandgerði, til að falla frá kaupunum og að bærinn myndi greiða honum til baka það sem hann greiddi fyrir húsið.

Kaupandinn varð ekki við því og á endanum yfirgáfu Jakup og fjölskylda hans húsið og búa nú í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar. Það síðasta sem fréttist af málinu var að Örykjabandalag Íslands hugðist stefna íslenska ríkinu fyrir eignaupptöku.

Ekki næg bílastæði

Fyrirætlanir kaupanda hússins með það hafa nú litið dagsins ljós í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar síðastliðinn föstudag. Meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var ósk um umsögn vegna umsóknar um að breyta Hátúni 1, umræddu húsi, í gistiheimili fyrir 10 gesti.

Í fundargerðinni segir að í umsókn sé ekki sýnt fram á tilskilin bílastæði á lóð samkvæmt reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ. Óski umsækjandi eftir fjölgun bílastæða á lóð þurfi ráðinu að berast erindi þar að lútandi. Umhverfis- og skipulagsráð heimilaði því ekki rekstur á gistiheimili í húsinu.

Í Hátúni eru eingöngu íbúðahús en í þeim reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum sem Umhverfis- og skipulagsráð vísar til í umsögn sinni segir um bílastæði:

„Bílastæði skulu vera innan lóðar, annars sérstaklega um þau samið. Fjöldi bílastæða
miðist við 1 stæði á íbúð og 1 stæði fyrir hver 4 gistirými.

Heimilt er að samnýta bílastæði á nærliggjandi lóðum með samþykki lóðarhafa.“

Umsóknin er ekki birt með fundargerðinni á vef Reykjanesbæjar en miðað við það sem fram kemur í fundargerðinni voru þessi ákvæði reglanna ekki uppfyllt.

Það kemur ekki fram í fundargerðinni hvaða aðili lagði umsóknina fram en búast má fastlega við að hún sé á vegum kaupandans sem keypti húsið á nauðungaruppboðinu.

Það ber að árétta að það eru sýslumenn sem veita rekstrarleyfi til gististaða en samkvæmt áðurnefndum reglum Reykjanesbæjar er bærinn meðal þeirra aðila sem veita umsögn um umsóknir um rekstrarleyfi gististaða á íbúðasvæðum sem ætlaðir eru fyrir 10 gesti eða færri.

Á vef sýslumannaembætta landsins kemur ekki fram hvort að jákvæð umsögn viðkomandi sveitarfélags sé nauðsynlegt skilyrði rekstrarleyfis gististaðar sem ætlaður er fyrir 10 gesti eða færri. Því er á þessari stundu óljóst hvað verður um þessa umsókn um að breyta hinu umdeilda húsi í gistiheimili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks