fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Áslaug Arna lýsir dapurlegri stöðu konu einnar hér á landi – Bíður og bíður en fær engin svör

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir að samfélagið allt tapi ef við metum fólk ekki að verðleikum.

Áslaug Arna skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún lýsir stöðu konu hér á landi af erlendum uppruna.

„Á Aust­ur­landi starfar kona, af er­lendu bergi brot­in, við ræst­ing­ar. Hún er þó menntaður sál­fræðing­ur frá sínu upp­runa­r­íki. Á kvöld­in aðstoðar hún, í sjálf­boðastarfi, pólskumælandi Íslend­inga. Hún má ekki starfa við sína sér­grein á Íslandi þar sem hún upp­fyll­ir ekki þau skil­yrði sem til þarf hér á landi.“

Fær ekki svör

Áslaug Arna segir að konan hafi kallað eftir upplýsingum um það hvaða námi hún þurfi að bæta við sig hér á landi til að fá fimm ára háskólanám sitt metið en ekki fengið nein svör. Á sama tíma sé skortur á pólskumælandi sálfræðingum í hennar heimabyggð, eins og reyndar víða um land.

„Þetta er, því miður, saga margra kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi,“ segir Áslaug Arna.

Hún segir að staðan sé þannig í dag að alltof marg­ir sem koma frá öðrum lönd­um fái neit­un þegar þeir sækja um að fá gráðuna sína metna hér á landi.

„Eng­ar leiðbein­ing­ar hafa fylgt um það hvað viðkom­andi þarf að gera til að upp­fylla þau skil­yrði sem sett eru eða hvernig hægt sé að snúa sér í mál­inu. Þessi staða hef­ur verið óbreytt í mörg ár. Hér er um að ræða ferla sem auðvelt er að breyta. Það mætti meira að segja kalla það kerf­is­breyt­ingu, alvöru kerf­is­breyt­ingu.“

Fá ekki viðurkenningu á sínu námi

Áslaug segir að samhliða kerfisbreytingu þurfi að eiga sér stað viðhorfsbreyting.

„Sem þátt­tak­end­ur í alþjóðasam­fé­lagi fara marg­ir Íslend­ing­ar utan í nám og sem bet­ur fer nýt­ist sú mennt­um þeim þegar þeir snúa aft­ur heim. Það sama ætti að gilda í fjöl­mörg­um til­vik­um þegar um er að ræða er­lenda ein­stak­linga sem flytja hingað til lands til að lifa og starfa. Eins og kerfið er nú upp­sett eru ein­stak­ling­ar að vinna störf á lægri laun­um í lang­an tíma vegna þess að kerfið haml­ar því að fólk geti nýtt mennt­un sína og reynslu, oft í störf þar sem skort­ur er á fólki. Það á til dæm­is við um heil­brigðis­starfs­fólk sem hef­ur menntað sig utan Evr­ópu en fær ekki viður­kenn­ingu á námi sínu hér á landi.“

Áslaug Arna bendir á að búin hafi verið til sérstök hraðbraut fyrir alþjóðlega sérfræðinga til að auðvelda þeim að starfa við sitt fag hér á landi. Gera þurfi betur og búa til lausnir fyrir innflytjendur sem hér búa þannig að þeir geti nýtt menntun sína og reynslu.

Ofmenntaðir fyrir störfin

„Við höld­um inn­flytj­end­um í lág­launa­störf­um ef við ger­um ekki breyt­ing­ar. Inn­flytj­end­ur eru oft á tíðum of­menntaðir fyr­ir þau störf sem þeir gegna. 42% inn­flytj­enda hér á landi sinna störf­um sem ekki krefjast sér­stakr­ar mennt­un­ar þrátt fyr­ir að hlut­fall þeirra sem hér búa og hafa ekki lokið sér­stakri mennt­un sé 17%.“

Áslaug Arna segir mikilvægt að við bjóðum upp á leiðir fyr­ir fólk sem vill bæta við sig því námi sem vant­ar upp á þannig að það geti nýtt mennt­un sína.

„Að því vinn­um við nú og sta­f­rænni gátt til að ein­falda leið inn­flytj­enda að því að fá mennt­un sína viður­kennda. Sam­fé­lagið allt tap­ar ef við met­um ekki fólk að verðleik­um og nýt­um reynslu og hæfi­leika allra þeirra sem hér búa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur