fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Nicola Sturgeon tók bílprófið 53 ára gömul – „Aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. október 2023 15:30

Lítið hefur farið fyrir Sturgeon síðan hún sagði af sér embætti í skugga lögreglurannsóknar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins, er komin með bílpróf. Í gær birti hún mynd af sér með ökukennaranum sínum þar sem hún tilkynnti að hún hefði náð prófinu í fyrstu tilraun.

„Þetta gerðist í dag, á þeim góða aldri 53 ára náði ég bílprófinu (í fyrsta sinn),“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum.

Sturgeon tilkynnti afsögn sína úr embætti þann 15. febrúar síðastliðinn eftir 8 ár í starfi. Tók hún gildi í lok mars eftir að Humza Yousaf var kjörinn eftirmaður hennar.

Sturgeon sagði álag í einkalífinu vera ástæðuna fyrir afsögninni. En hún kom um svipað leiti og rannsókn á fjármálum Skoska þjóðarflokksins stóð yfir. Sturgeon var handtekin og yfirheyrð vegna málsins en sleppt sama dag án þess að vera kærð.

Út fyrir þægindarammann

„Þessi reynsla hefur tekið mig langt fyrir utan þægindarammann minn. En vonandi sannar þetta að það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sturgeon í færslunni. „Ég hefði aldrei geta gert þetta án frábæra kennarans míns Andy MacFarlane hjá Caledonian Learner Driver Training. Það var mjög mikilvægt fyrir mig sem 53 ára gamlan fyrrverandi fyrsta ráðherra að hafa ekki bara frábæran kennara heldur einhvern sem ég gat treyst og leið vel með. Andy var það og meira,“ segir hún.

Frekar lítið hefur farið fyrir Sturgeon undanfarið en hún var einn mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Bretlandi um langt skeið. Hún mætti hins vegar á ársfund Skoska þjóðarflokksins í Aberdeen fyrr í mánuðinum og fékk mikið lófaklapp þar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“