fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Aflýsa og seinka flugferðum vegna óveðurs

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. október 2023 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur tilkynnt um seinkanir á flugferðum vegna óveðursins sem gengur yfir í kvöld og á morgun.

Spáð er suðaustan átt á Keflavíkurflugvelli þar sem búist er við vindhviðum allt að 60 hnútum. En hviðurnar mega ekki fara yfir 50 hnúta svo að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði.

“Eftir samtal við veðurfræðinga og sérfræðinga, og með öryggi farþega í fyrirrúmi, hefur verið tekin ákvörðun um að ýmist fresta eða aflýsa áætlunarferðum í kvöld og á morgun,” segir í tilkynningu félagsins.

Búið er að fresta ferðum frá Barcelona og Madríd til Keflavíkur í kvöld. Áætluð brottför verður klukkan 11 í fyrramálið og koma til Keflavíkur um klukkan 16.

Play hefur einnig aflýst sjö ferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar síðdegis á morgun.

„Áætlunarferðum sem áttu að koma frá Norður Ameríku til Íslands í fyrramálið, 19. október, hefur verið seinkað og mun þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 16 á morgun.”

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp