fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vopnahlé Pútíns er bara sjónarspil segir sérfræðingur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 07:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gaf her sínum þau fyrirmæli í gær að hann eigi að gera hlé á árásum á Úkraínumenn frá klukkan 12 í dag og næstu 36 klukkustundirnar þar á eftir.  Úkraínumenn tóku þessum fréttum ekki fagnandi og höfnuðu því algjörlega að virða vopnahlé sem Pútín hafi ákveðið að efna til í tilefni af jólahátíð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Peter Viggo Jakobsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að hugsanlega hafi það einmitt verið ætlun Pútíns að kalla þessi viðbrögð fram hjá Úkraínumönnum. „Þetta er tilraun til að segja að það séu Úkraínumenn sem séu illmennin. Ef Úkraínumenn hafna vopnahléi um hátíðina þá er upplagt fyrir Rússa að segja: „Sjáið, Úkraínumenn eru nasistar og vilja stríð.“ Það er það sem áróður þeirra gengur út á,“ sagði hann.

Hann benti á að heimsbyggðin vilji gjarnan að stríðinu ljúki og mikill alþjóðlegur þrýstingur sé á að endi verði bundinn á það því áhrifa þess gæti um allan heim með verðhækkunum og orkuskorti. „Allir geta vel hugsað sér að stríðsátökum ljúki. Þess vegna er best ef maður getur látið það líta út eins og það séu aðrir sem vilja ekki frið,“ sagði hann.

Ef til vopnahlés kemur veitir það báðum stríðsaðilum upplagt tækifæri til að koma birgðum og mannskap til fremstu víglínu. Jakobsen sagði að eins og staðan sé núna þá hafi Rússar meiri þörf fyrir bardagahlé en Úkraínumenn til að geta styrkt stöðu sína áður en stríðið heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“