fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Rússar hyggi á nýja herkvaðningu til að „snúa gangi stríðsins“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 11:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að undirbúa frekari herkvaðningu til að geta hafið stórsókn. Skiptir þar engu að gagnrýni rignir yfir rússneska ráðamenn eftir að Úkraínumenn felldu að eigin sögn mörg hundruð hermenn á gamlársdag og gamlárskvöld í árásum á bækistöðvar Rússa í Úkraínu.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að engin vafi leiki á því í hugum Úkraínumanna að núverandi ráðamenn í Rússlandi muni tefla öllu því sem þeir eiga eftir fram á vígvellinum til að reyna að snúa gangi stríðsins sér í vil og í það minnsta seinka yfirvofandi ósigri.

Úkraínumenn hafa haldið því fram vikum saman að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa nýja herkvaðningu og lokun landamæra til að koma í veg fyrir að karlmenn geti flúið úr landi til að komast hjá herkvaðningu.

Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessu fréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“