fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 06:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir mörgu nýju skriðdrekar sem fjöldi bandalagsríkja Úkraínu ætlar að senda til hins stríðshrjáða lands segja í raun alla söguna.

Þetta er mat Arna Bård Dalhaug sem var áður hershöfðingi í norska hernum en er nú kominn á eftirlaun.

„Áætlunin um að kljúfa Vesturlönd hefur mistekist hrapalega. Það er afhending skriðdrekanna enn eitt dæmið um,“ sagði hann í samtali við Dagbladet.

Pútín og aðrir úr æðstu lögum valdapýramídans í Kreml hafa hvað eftir annað gagnrýnt stuðning Vesturlanda við Úkraínu og sagt að Rússland sé í raun í stríði við Vesturlönd, ekki aðeins Úkraínu.

Dalhaug gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli og hann telur heldur ekki að stríðið muni teygja sig út fyrir Úkraínu því Pútín viti vel að Rússland væri nú þegar búið að tapa stríðinu ef NATO og Vesturlönd hefðu blandað sér í það í meiri mæli en þau hafa gert.

„Ég held ekki að hann íhugi einu sinni stríð við Vesturlönd,“ sagði Dalhaug.

„Hann vonast bara til að geta gert sína eigin sögu trúverðugri. Hann hefur engar vonir um að þetta hafi áhrif á vopnasendingar Vesturlanda en þetta getur gefið honum afsökun fyrir þeim ósigri sem hann óttast að verði í framtíðinni,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“