fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Athyglisverðar ljósmyndir af Pútín – Margir telja að ekki sé allt sem sýnist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 07:05

Er þetta sama konan á öllum myndunum? Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, flutti nýársávarp um áramótin eins og hann er vanur. Að þessu sinni brá hann út af vananum og var ekki með Kreml í bakgrunni heldur karla og konur, sem voru í einkennisfatnaði hersins og með heiðursmerki, í bakgrunni.

Vladímír Pútín þegar hann flutti nýársávarp sitt. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

Ekki leið á löngu þar til vangaveltur byrjuðu á samfélagsmiðlum um hvort fólkið á bak við Pútín væri ekki hermenn heldur leikarar. Það var hvítrússneski blaðamaðurinn Tadeusz Giczan, sem býr í Lundúnum, sem var fyrstur til að vekja máls á þessu.

„Hermaður, sjómaður, guðhrædd kristin manneskja. Vegir guðs eru órannsakanlegir,“ skrifaði hann á Twitter og birti þrjár myndir af Pútín með ljóshærðri konu sem hann telur vera sömu konuna. Hún er þó alltaf í mismunandi hlutverkum.

Tíst hans fór strax á mikið flug og hafa milljónir manna séð það. Meðal þeirra er Clarissa Ward, fréttakona hjá CNN. Hún fór að skoða myndirnar og fann fleiri á myndunum sem virðast oft vera með þegar Pútín er myndaður við hin ýmsu tækifæri.

„Þetta er heillandi. Hver er hún? Lífvörður? Leikkona? Það eru fleiri andlit sem sjást einnig á myndunum hægra megin,“ skrifaði hún.

Jason Jay Smart, blaðamaður hjá Kyiv Post, tók einnig eftir þessu og skrifaði að eins og vænta mætti væri ekki einu sinni notast við alvöru hermenn í tengslum við nýársávarp Pútíns, þess í stað væri notast við leikara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“