fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 14:30

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson fyrrum borgarfulltrúi Miðflokksins segir það skelfilegt að fólk sem tekur inn hugvíkkandi efni og telur sig því sérfræðinga á því sviði eftir nokkurra mánaða neyslu skuli vera að gefa sig út fyrir að vera meðferðaraðila á því sviði.

Í viðtali á Útvarp Sögu segir Baldur það sem fólk kýs að kalla hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni. Segir hann fjölmiðla ýta undir hættuna á að fólk leiti til fyrrnefndra sérfræðinga með því að taka viðtöl við fólk sem hefur verið að prufa slík efni í einhverja mánuði. „Geymið frekar að taka viðtalið við þetta fólk og takið viðtalið eftir tíu ár og spyrjið þá hvort þessi efni hafi bætt líf þess.“

Hann segist í áfalli yfir umræðunni um stórhættuleg fíkniefni og að menn taki undir kröfu Pírata um afglæpavæðingu. Skilaboðin sem verið sé að senda ungu fólki séu að fíkniefnaneysla sé eðlileg og jafnvel hættulítil sem sé alls ekki raunin. Hann segist þó ekki algerlega andsnúinn afglæpavæðingu en hún þurfi að vera rétt tímasett og gilda um þá einstaklinga sem hafa snúið við blaðinu og eignast fallegt og gott líf á ný.

„Þar gætum við gripið inn í, fellt niður sektir og hreinsað sakavottorð af brotum sem sannarlega eru tengd neyslu viðkomandi, þannig gætum við gefið þessu fólki tækifæri og hjálpað því að snúa til betri vegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Í gær

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar
Fréttir
Í gær

Banaslys í Hvalfirði

Banaslys í Hvalfirði
Fréttir
Í gær

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak