fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kokkurinn færir sig upp á skaftið – Það eru svikarar innan stjórnarinnar segir hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 07:08

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins, málaliðafyrirtækis sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, færir sig sífellt upp á skaftið og gerir djarfari árásir á rússnesk stjórnvöld.

Hann ræðst nú beint á stjórn Vladímír Pútíns og segir að innan stjórnarinnar séu aðilar sem vilji að Rússar tapi stríðinu í Úkraínu.

Þetta kemur fram í daglegri stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) sem segir að Prigozhin hafi kvartað undan að yfirvöld hafi ekki lokað fyrir YouTube í Rússlandi og að það sé andstaða við það í hinni pólitísku umræðu.

Hann segir að ástæðan sé að ef lokað verður fyrir YouTube muni það grafa undan tilraunum svikaranna til að endurvekja samskipti og samband Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar tapa stríðinu í Úkraínu.

ISW segir að búið sé að koma upp spjallrás í Rússlandi þar sem Prigozhin og aðrir þekktir rússneskir þjóðernissinnar á borð við Igor Girkin geta gagnrýnt Pútín án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það.

Prigozhin er oft nefndur Kokkur Pútíns vegna ábatasamra samninga sem Pútín færði honum um að sjá um að útvega rússneska hernum mat.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast