fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ástríður er aftur komin á stefnumótaöppin – Grunuð um stórfelld fjársvik gegn einmana körlum í leit að félagsskap

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríður Kristín Bjarnadóttir, sem kallar sig Ástu, hefur nýlega skráð sig á a.m.k. tvö stefnumótaöpp, BOO og Smitten. Ástríður sat 12 vikur í gæsluvarðhaldi í sumar vegna rannsóknar á meintum fjársvikum hennar gegn 11 karlmönnum upp á um samtals 25 milljónir króna. Flest bendir til að fjársvik Ástríðar séu miklu umfangsmeiri og nái að minnsta kosti aftur til ársins 2016. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að á undanförnum árum hafa hátt í 400 karlmenn lagt inn hjá henni samtals yfir 200 milljónir króna. Talið er að Ástríður hafi tapað öllum peningunum við fjárhættuspil.

Maður sem varð fyrir svikum af hálfu Ástríðar benti DV á skráningu hennar á stefnumótaöppin. Karlmönnum sem hún er sökuð um að hafa svikið fé út úr kynntist hún á stefnumótaöppum og stefnumótavefnum Einkamál.is. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald og það margframlengt á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. lögreglustjóri og dómstólar töldu hættu á að hún héldi áfram brotum ef hún gengi laus. Ekki má halda sakborningi í gæsluvarðhaldi lengur en 12 vikur án þess að birta honum ákæru og á þeim grundvelli var Ástríði sleppt úr haldi þann 25. ágúst eftir að hún hafði setið í gæsluvarðhaldi samfellt frá því snemma í júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn málsins að mestu lokið og er það komið til ákærusviðs lögreglunnar. Að sögn Gríms mun lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákæra Ástríði ef hún verður ákærð, en málið fer ekki til héraðssaksóknara.

„Það er ekki búið að taka ákvörðun um ákæru. Ég vil ekki segja til um hvort ákæra er líkleg, háttsemin er til skoðunar á ákærusviði sem tekur ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki.“ – Meint háttsemi Ástríðar snýst annars vegar um að hafa fengið lán hjá mönnum án þess að greiða til baka en einnig um að hafa stofnað til fjárskuldbindinga í þeirra nafni með því að komast inn á reikningsaðganga þeirra. DV spurði Grím hvort erfitt sé að sanna fjársvik á aðila fyrir að hafa fengið lán án þess að endur greiða. „Að fá peningalán getur líka verið auðgunarbrot í skilningi einhvers konar blekkingar, það er það sem er til skoðunar,“ segir Grímur en fjórir af þeim mönnum sem Ástríður er sökuð um að hafa svikið fé út úr eru með þroskaskerðingu. Karlmenn sem DV hefur rætt við og segja Ástríði hafa svikið sig voru einmana og í leit að félagsskap er þeir kynntust henni.

Sjá einnig: Maðurinn sem fyrst sagði frá svikum Ástríðar:„Þetta er miklu meira en bara spilafíkn“

DV spurði Grím hvort það vekti áhyggjur að Ástríður gengur laus þar sem gæsluvarðhaldsúrskurðir gegn henni voru grundvallaðir á að ástæða væri til að ætla að hún héldi brotum áfram ef hún gengi laus. „Ég vil fara varlega í að tjá mig um slíkt,“ segir Grímur. „Við höfum verið með málið til rannsóknar, síðan verður tekin ákvörðun um hvort ákærandi teljið málið vera þannig upplýst að hann taki ákvörðun um ákæru. Það er ekki okkar að segja hvort viðkomandi sé sekur um eitthvað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað