fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Næturstrætó mun stoppa í Kópavogi og Garðabæ – „Þau njóta góðs af gjafmildi Hafnarfjarðar“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. september 2023 12:30

Hafnarfjörður borgar næturstrætó sem stoppar í Kópavogi og Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næturstrætó mun eftir allt saman stoppa bæði Kópavogi og Garðabæ þrátt fyrir að bæjarstjórnir þessara sveitarfélaga vilji ekki borga krónu fyrir. Hafnarfjörður mun borga fyrir verkefnið.

„Það væri asnalegt að stoppa ekki þarna,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir það ekki hafa nein áhrif á kostnað við verkefnið að stoppa á þessum tveimur stöðum. Þau njóta góðs af gjafmildi Hafnarfjarðar. Það er bara svoleiðis,“ segir hann um íbúa Kópavogs og Garðabæjar.

Óvíst er hvar stoppistöðvarnar verða. Hugsanlega í Hamraborg í Kópavogi og við Aktu taktu í Garðabæ.

Nokkrar milljónir króna á ári

Skipulagsvinna stendur nú yfir til að útfæra tilraunaverkefnið sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur beðið um. Kostnaðurinn liggur ekki fyrir á þessari stundu. „Þetta eru einhverjar örfáar milljónir á ári,“ segir Jóhannes. Komið hefur fram að Mosfellsbær greiðir 2,5 milljón krónur á ári fyrir næturstrætó.

Tillaga um næturstrætó var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 30. ágúst síðastliðinn. Þá kom hins vegar fram að Kópavogi og Garðabæ yrði boðið að taka þátt í verkefninu en ef þau höfnuðu þá myndi Hafnarfjörður semja um akstur til og frá Reykjavík án viðkomu í öðrum sveitarfélögum.

Fulltrúar bæði Kópavogs og Garðabæjar hafa hins vegar staðfest að sveitarfélögin ætli ekki að taka þátt í verkefninu.

Talið hvar fólk stoppar

Aksturinn til Hafnarfjarðar er eins og áður segir tilraunaverkefni frá 1. október til áramóta. Að sögn Jóhannesar verður fylgst vel með notkuninni og talið hvar fólk fer úr í Hafnarfirði.

„Þetta er lítið notað því miður. Þau vilja fá góða tölfræði út úr þessu fyrir framtíðar ákvarðanir,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni