fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Húsið sem Kópavogur átti, seldi og leigði svo aftur ónothæft vegna myglu – Húsið sem borgar sig sjálft eftir óhagkvæmasta samning sögunnar rýmt

Eyjan
Föstudaginn 25. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Þessu greindi bærinn frá í tilkynningu í dag þar sem sagði að slæm loftsgæði í húsinu hafi haft áhrif á starfsfólk og hafi nýjustu mælingar sýnt há gildi myglugróa. Því væru ekki forsendur fyrir því að velferðarsvið starfi áfram í húsinu.

Starfsfólk, sem er um 60 talsins, færist tímabundið í heimavinnu á meðan fundin er lausn á húsnæðisvandanum til lengri og skemmri tíma. Símsvörun og móttaka erinda velferðarsviðs færist að Digranesvegi 1 frá og með mánudeginum 28. ágúst.

Fannborg 6 er líklega með umdeildari fasteignunum í Kópavogi, eða hefur verið svo í það minnsta seinustu misseri. Hákon Gunnarson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Tryggvi Felixson hagfræðingur, röktu það í grein sem birtist í september á síðasta ári að Fannborg 6 hafi verktakafyrirtækið Árkór keypt fyrir 303 milljónir skömmu fyrir kosningar 2018. Síðan þá hafi Kópavogur haft eignina á leigu og hafði bærinn í september á síðasta ári greitt alls 200 milljónir til Árkórs í leigu fyrir húsnæðið. Því hafi þetta verið kostakaup hjá Árkór, en húsnæðið sé bókstaflega að borga sig sjálft. Leigufjárhæðin er 3 milljónir á mánuði svo síðan í september í fyrra hefur Kópavogur greitt rúmlega 30 milljónir til viðbótar í leigu, eða alls ríflega 230 milljónir. Ekki nóg með það heldur var kveðið á um í leigusamningi að allt viðhald á húsinu væri á kostnað Kópavogsbæjar, en ákvæðið hafi Hákon og Tryggvi borið undir kunnáttumenn um leigusamninga og þeir hafi aldrei vitað annað eins og líklega eigi þetta sér fá eða engin fordæmi.

Sjá einnig: Greiddu 303 milljónir fyrir Fannborg og Kópavogur hefur greitt þeim 200 milljónir til baka

Úlfúð vegna Fannborgar

Segja má að Fannborgin hafi ekki vakið jákvæða athygli síðan kaupin 2018 fóru fram, en meðal annars hefur komið upp alvarleg mygla í Fannborg 2, sem Kópavogur hafði einmitt líka tekið að hluta á leigu til að hýsa flóttabörn úr mygluðum skólum sveitarfélagsins. Fannborg 2 hafði árið 2019 verið skráð fokheld að beiðni Árkórs, sem þurfti þar með að greiða mun lægri fasteignagjöld af eigninni, en á sama tíma var haldið úti starfsemi í húsinu og meðal annars hýsti húsið nemendur úr Kársnesskóla og síðar Kópavogsskóla. Kópavogur hafði í september á síðasta árið greitt 25 milljónir í leigu vegna Fannborgar 2 á því ári.

Fannborg 4 vakti athygli í mars í fyrra þegar starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ætluðu að bera þaðan út 14 einstaklinga sem bjuggu á áfangaheimilið Betra lífs, en áfangaheimilið var starfrækt í húsnæðinu. Var það í kjölfar þess að slökkviliðsstjóri komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti búa á efri hæð hússins og aðeins tíu mættu búa á neðri hæð, með tilliti til eldvarna. Alls bjuggu þá 24 í húsinu og höfðu ekki í önnur hús að vernda.

Árkór keypti Fannborg 2,4 og 6 fyrir rétt rúman milljarð, en fyrirtækið var á þeim tíma nýstofnað. Á bak við Árkór eru svokallaðir Stólpa menn, Guðni Rafn Eiríksson, Gísli Steinar Gíslason og Jón Helgi Erlendsson. Þeir hafa komið að mörgum stærri verkefnum síðari ára.

Sjá einnig:Útburði á fólkinu í Fannborg 4 frestað til 21. mars

Atvinnurekendur á svæðinu kvörtuðu árið 2021 undan fíkniefnasölu sem þeir töldu fara fram í meðal annars Fannborg 2 og 4 og væru krakkar niður í 12 ára að sprauta sig í bílageymslum í nágrenninu.

Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn í bæjarráði í maí á þessu ári þar sem hún óskaði eftir að nýr leigusamningur við Árkór vegna Fannborgar 6 yrði lagður fyrir bæjarráð. Eins var óskað eftir upplýsingum um hugmyndir sem meirihlutinn hafi um endurnýjun Fannborgarsvæðisins í náinni framtíð og hvenær mætti vænta ákvarðana í því máli. Bæjarritari svaraði fyrirspurninni og tók fram að ekki hafi verið gerður nýr leigusamningur og væri bæjarritara ekki kunnugt um önnur áform en kæmi fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið.

Bergljót gagnrýni þetta svar og sagði óviðeigandi að bæjarritara væri fengið að svara fyrirspurn sem var beint til stjórnenda.

Eyjan hefur sent inn fyrirspurn til Kópavogsbæjar um afdrif leigusamkomulagsins við Árkór eftir að rýma þurfti eignina. Greint verður frá svari bæjarins þegar það berst. Kaup Árkórs á Fannborg 6 og leigusamningurinn sem gerður var við Kópavogsbæ í kjölfarið hefur verið kallaður versti samningur sem undirritaður hafi verið í Kópavogi frá árinu 1662, en þá var í Kópavogi undirritaður frægur samningur þar sem Íslendingar viðurkenndu Danakonug sem erfða- og einvaldskonung.

Gert ráð fyrir tekjuhærri íbúum

Annar samningur sem Kópavogsbær hefur gert vakti athygli í gær, en að þessu sinni er viðsemjandi bæjarins félagið Fjallasól sem er í eigu MATA-systkinanna, sem eru meðal ríkustu einstaklinga landsins og standa meðal annars að baki stærstu fasteignafélögunum í kauphöllinni sem og hinu umdeilda leigufélagið Ölmu. Hafði Kópavogsbær mikið fyrir því að koma Hjálparsveit Skáta úr húsnæði þeirra á Kársnesinu á svokölluðum Reit 13 svo hægt væri að selja eignina til fjárfesta. Kostaði þessi tilfærsla bæinn minnst 790 milljónir króna, en eignina seldu þeir svo til Fjallasólar á 500 milljónir.

Samkvæmt valkostagreiningu sem Kópavogursbær lét gera fyrir sig á seinasta ári til að leysa húsnæðismál Hjálparsveita skáta í Kópavogi kom tvennt til greina – annars vegar að skátar myndu byggja húsnæði í Tónahvarfi 8 eða að þeir keyptu húsnæði að Turnahvarfi 2. Áætlaður kostnaður fyrir Kópavog var annars vegar metinn 844 milljónir vegna Tónaharfs og hins vegar 811 milljónir vegna Turnahvarfs, en þarna er miðað við að Turnahvarf yrði keypt á 790 milljónir og svo bætist við stimpilgjald, framkvæmdaeftirlit og kostnaðaruppgjör.

í skýrslu Eflu vegna málsins má líta áhugaverða yfirferð. Þar er metið að áætlaðar heildartekjur af sölu byggingaréttar vegna lóðarinnar gæti numið á bilinu 494-554 milljónir. Efla fékk fasteignasala til að meta verðmæti byggingarréttar til verktaka sem taldi verðmætið nema á bilinu 450-510 milljónum. Ávinningur bæjarins yrði sá að fasteignamat myndi hækka með breyttu deiliskipulagi og fasteignamat á nýjum íbúðin yrði á bilinu 2,4-3 milljarðar en var reiknað með að meðalverð íbúða væri í kringum 80 milljónir. Gera megi ráð fyrir 1,99 útvarsgreiðanda í hverja íbúð og gæti svæðið því skilað um 50-62 milljónum á ári í aukið útsvar. Reikna megi með að útsvarstekjur íbúa á þessu svæði verði hærri en nemi meðalútvari eða í kringum 1,4-1,6 milljónir.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki