fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Opið fyrir umsóknir til listamannalauna – Mest í boði fyrir rithöfunda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 18:30

Nokkur þeirra sem fengu úthlutað listamannalaunum á síðasta ári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir í dag að opnað hafi verið fyrir umsóknir til listamannalauna. Tilgangur þeirra er sagður að efla listsköpun í landinu.

Í samræmi við ákvæði laga um listamannalaun eru til úthlutunar 1600 mánaðarlaun og 133,3 árslaun. Skipting milli listgreina er eftirfarandi:

555 mánaðarlaun úr launasjóði rithöfunda, 46 árslaun

435 mánaðarlaun úr launasjóði myndlistarmanna, 36,3 árslaun

190 mánaðarlaun úr launasjóði sviðslistafólks, 15,8 árslaun

190 mánaðarlaun úr launasjóði tónskálda, 15,8 árslaun

180 mánaðarlaun úr launasjóði tónlistarflytjenda, 15 árslaun

50 mánuðir úr launasjóði hönnuða, 4,2 árslaun

Óskað er eftir því að í umsóknum komi fram lýsing á vinnu og listrænu gildi verkefna, ferill umsækjenda og verk- og tímaáætlun.

Það kemur ekki fram í auglýsingunni hvers vegna mestur fjöldi mánaðar- og árslauna er í boði fyrir rithöfunda. Skiptingin milli listgreina er í samræmi við ákvæði laganna en það kemur heldur ekki fram í þeim hvers vegna rithöfundum er úthlutað mest af launum. Í greinargerð með frumvarpi til laganna, sem tóku gildi árið 2009, er einnig ekki tekið fram hvers vegna skiptingin milli listgreina er eins og hún er þegar kemur að úthlutun launa.

Mögulegra skýringa er hugsanlega að leita í því að af starfandi listamönnum sé fjöldinn mestur meðal rithöfunda en það er þó líklega erfitt að skera úr um það.

Bókmenntir hafa lengst af skipað ákveðinn heiðurssess í íslenskri menningarsögu og sú staðreynd að hæst hlutfall listamannalauna renni til rithöfunda virðist ýta frekari stoðum undir það. Þar er þó um nokkurt matsatriði að ræða.

Umsóknarfrestur er til klukkan 15:00 2. október 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg