fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Egill segist ringlaður yfir nýju sorpflokkunarkerfi – „Ég fór í Sorpu um daginn með hjartað í buxunum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 13:44

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður segist viðurkenna það að nýtt sorpflokkunarkerfi geri hann ringlaðan (og líklega er hann langt frá því að vera einn um það“

„Ég verð að viðurkenna að sorpflokkunarkerfið nýja gerir mig nokkuð ringlaðan. Held það eigi við um fleiri. (Konan mín er í meyjarmerkinu og á auðveldara með flokkun! sic!) Hvar á líka að koma fyrir öllum þessum tunnum?“ segir Egill í færslu á Facebook. 

Með lögum um hringrásarhagkerfi sem tóku gildi í janúar 2023 er það orðið að skyldu að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili. pappír og pappi, plastumbúðir, matarleifar og blandaður úrgangur. Slíkt þýðir þó ekki endilega að tunnurnar verði fjórar við hvert og eitt heimili. Eins og segir á vef Reykjavíkurborgar (þar sem Egill býr) er meginmarkmiðið að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er. Sama á við annars staðar á landinu. 

„Ég fór í Sorpu um daginn með hjartað í buxunum, óttaðist að vera gerður afturreka með rangt flokkað rusl,“ segir Egill, sem segir vandann þó ekki vera endurvinnslan.

„En vandinn er auðvitað þetta geðveika umbúðasamfélag sem við lifum í. Það snýr auðvitað að framleiðendum og seljendum – hlutum er sífellt troðið í stærri, flóknari og meira áberandi umbúðir. Manni er nánast farið að líða eins og einhvers konar fórnarlambi þessa umbúðasukks. Maður þarf ekki svona miklar umbúðir, langar ekki í þær, það er fátt leiðinlegra en að henda öllu þessu rusli. Segi ég og tek utan af súkkulaði sem hingað kom í þreföldum plastumbúðum. Nýbúinn að taka utan af tölvu sem kom í svo fínum umbúðum að þær gætu verið stofustáss,“ segir Egill. 

Var minna um umbúðir í gamla daga?

Horfir hann til fyrri tíma þar sem umbúðir voru ekki jafn gígantískar og við þekkjum í dag. 

„Ókei, ég ólst upp í samfélagi þar sem varla voru til plastpokar, þar sem skyr var skammtað í bréf, mjólk var enn flöskum og fiskur var pakkaður inn í dagblpöð. Það má sjálfsagt eitthvað á milli vera. En meðan þetta er eins og það er í dag, finnst manni eins og engum sé raunverulega alvara með þessari flokkun, eins og þetta sé tóm sýndarmennska. Á skal að ósi stemma,“ segir Egill og spyr hvort ekki þurfi að þrýsta á framleiðendur og seljendur að taka sig á hvað umbúðir varðar.

Ljóst er að flestir hafa skoðun á sorpi, flokkun þess og endurvinnslu og þegar þetta er skrifað hafa 113 athugasemdir verið skrifaðar við færslu Egils. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Í gær

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi