fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg hefur rift samningi um uppbyggingu í Vesturbugt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. júní 2023 20:30

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningi frá 2017 á milli Vesturbugtar ehf. og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Vesturbugt við Gömluhöfnina í Reykjavík hefur nú verið rift vegna vanefnda lóðarhafans að efna samninginn. Áformað er að bjóða lóðirnar út að nýju í haust. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í tilkynningunni kemur fram að samningurinn um uppbyggingu á tveimur lóðum í Vesturbugt var undirritaður eftir forval og keppnisviðræður og á grundvelli tilboðs félagsins árið 2017. Í samningnum fólst fyrst og fremst að Reykjavíkurborg seldi félaginu byggingarrétt á lóðunum Hlésgötu 1 og Hlésgötu 2, þar sem heimilað var í samræmi við deiliskipulag að byggja allt að 18.400 fermetra húsnæði ofanjarðar auk bílakjallara og geymslna. Miðað var við að íbúðir yrðu allt að 176 og atvinnuhúsnæði um 1.665 fermetrar.

Vesturbugt ehf. bauð í tilboði sínu að greiða fyrir lóðirnar og byggingarréttinn með því að afhenda Reykjavíkurborg kvaðalaust um 74 íbúðir í húsunum og 170 bílastæði í bílakjallara.

Félagið hefur ekki hafið framkvæmdir, og allir umsamdir frestir Vesturbugtar ehf. til að byggja á lóðunum liðnir. Vegna þessara vanefnda hefur Reykjavíkurborg því rift samningnum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu á lóðunum og afturkallað úthlutun til félagsins á lóðinni Hlésgötu 1.

Nú er í undirbúningi lítilsháttar endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Vesturbugt. Reykjavíkurborg áformar að lóðirnar verði boðnar út að nýju í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“