fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Frosti hjólar í Eddu og Þorstein – „Ég var beittur hræðilegu andlegu ofbeldi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 18:57

Edda, Frosti og Þorsteinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður segir Eddu Pétursdóttir hafa beitt sig andlegu ofbeldi í sambandi þeirra sem lauk fyrir 11 árum. Segist Frosti hafa brugðist við ofbeldi af hálfu Eddu með ofbeldi í formi tölvupósta til hennar, sem hann sjái eftir. 

Kemur þetta fram í nýjasta þætti hlaðvarps Frosta, Brotkast.

Edda steig fram í hlaðvarpinu Eigin Konur þar sem hún greindi frá ofbeldi Frosta eftir sambandsslit þeirra. Gekkst Frosti við því að að hluta og viðurkenndi að hafa fengið „þráhyggju“ fyrir því að hún myndi viðurkenna að hafa beitt hann andlegu ofbeldi á meðan á sambandinu stóð og sent henni tölvupósta í nokkra mánuði. 

Sjá einnig: Edda lifði í stöðugum ótta í tæpan áratug – „Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau“

Sjá einnig: Frosti stígur fram og vill leiðrétta misskilning um meint ofbeldi – „Annað gerði ég ekki og ég hef ekki gengist við neinu öðru“

Í þættinum sem Frosti birti í dag segist hann hafa brugðist rangt við sambandsslitunum og viðurkenni sinn þátt þar. Frosti heldur því fram að Edda hafi beitt hann miklu andlegu ofbeldi í sambandi þeirra og að hann hafi þurft að sækja sér áfallameðferð eftir og það hafi tekið hann nokkur ár að komast yfir ofbeldið.

„Ég er ekki að mæla því bót en ástæðan fyrir því að ég missti mig var að ég var beittur hræðilegu andlegu ofbeldi og ég sendi þessa tölvupósta. En hversu lengi á að tönglast á því?“

Í þættinum fer Frosti einnig yfir færslur sem Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, sem sér um Karlmennskan, hefur birt um Frosta á samfélagsmiðlum. Segist Frosti ætla að fara yfir „einstaklega óheiðarlega færslu ríkisstyrkta karlfemínistans Þorsteins V.“

„Ég hef vissulega gagnrýnt feminista í áratugi og það er kannski þess vegna sem ráðist var á mig. Getur verið einhver tenging þar á milli? Það gæti verið,“ segir Frosti og vísar til færslu þar sem Þorsteinn kemur inn á að Frosti hafi „hatast út í feminista í áratugi.“

„Það var verið að grafa undan mínum trúverðugleika af því ég hafði gagnrýnt feminista um áratugi. Þá þurfti sem sagt að draga fram einhvern óhróður og einhvern skít um mig og var fundin ein manneskja sem ég hafði verið í ofboðslega ljótu sambandi með, það er að segja ekki af minni hálfu, þetta var andstyggilegt samband. Hún er dregin á flot til þess að reyna að mála mig upp sem eitthvað sem ég var í nokkra mánuði þegar ég var í áfalli. Þá var ég manneskja sem ég vil alls ekki vera en það þýðir ekki að ég sé þessi manneskja frá degi til dags. Þarna er hann sem sagt að reyna að mála það þannig upp.“

Í þættinum fullyrðir Frosti jafnframt að föðurleysi Þorsteins hafi markað „djúp spor í sálarlíf drengsins“ og þess vegna sé hann að „úða þessu hatri yfir fólk.“ 

„Við eigum ekki að hata svona mikið, við eigum að finna svona núansa í umræðunni og mætast á miðri leið og tala saman. Ég held að það væri miklu gáfulegra,“ segir Frosti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“