fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Sex réðust á einn á Petersen svítunni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2023 13:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglu í morgun var greint frá því að þrjár alvarlegar líkamsárásir hefðu verið tilkynntar til lögreglu í gærkvöld og nótt. Ekki var greint frekar frá árásunum en farið var yfir þessi mál í frétt á Vísi undir hádegi.

Ein árásin átti sér stað á Petersen svítunni við Ingólfsstræti um tíuleytið í gærkvöld. Sá sem varð fyrir árásinni sagði sex menn hafa ráðist á sig og að hann hefði meðal annars verið tekinn hálstaki. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglu var engum vopnum beitt og maðurinn er ekki alvarlega slasaður. Kom hann sér sjálfum á slysadeild eftir atvikið.

Hitt tilfellið átti sér stað um klukkan hálf fimm í morgun við skemmtistaðinn Palóma. Maður gaf sig þar á tal við lögregluþjóna og sagðist hafa skallað annan mann og rotað hann.

Þriðja tilfellið sem var nefnt í dagbókinni kann að hafa verið slys. Átti það atvik sér stað í heimahúsi í Grafarvogi. Liggur ekki fyrir um hvort um líkamsárás eða slys var að ræða en málið er í rannsókn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás