fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Óhugnanlegt atvik á Hverfisgötu fyrir dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. mars 2023 19:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna atviks sem átti sér stað inni á skemmtistað á Hverfisgötu í janúar árið 2020.

Maðurinn hélt þá hnífi að kviði annars gests á staðnum, svo fast að peysa mannsins rifnaði undan hnífnum. Í nafnhreinsaðri ákæru er þetta orðað svo:

„fyrir hótun gegn A, kt. […], með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 12. janúar 2020, á […] að Hverfisgötu […] í Reykjavík, haldið hnífi upp að kviði A en hótunin var til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð.“

Aðdragandi árásarinnar var sá að tveir menn ávörpuðu hinn ákærða og kröfðu hann um greiðslu skuldar. Brást hann þá við með þessum hætti, og raunar samkvæmt mönnunm þá dró hann upp hnífinn er hann sá þá nálgast, áður en þeir höfðu haft orð á skuldinni.

Maðurinn, sem neitaði sök, sagði hins vegar að mennirnir hefðu ógnað honum og hótað vegna meintrar peningaskuldar. Hefði hann flútið staðinn en tekið upp vasahníf fyrir utan staðinn án þess þó að opna hann.

Í lögregluyfirheyrslu eftir atvikið kannaðist maðurinn hins vegar ekki við að hafa verið með hníf á sér og gerði því skóna að hnífnum, sem fannst við leit á honum, hefði verið komið fyrir í fatnaði hans.

Dyraverðir yfirbuguðu manninn inni á staðnum og hentu honum út í kjölfar atviksins. Fyrir dómi bar starfsfólk vitni um að maðurinn hefði dregið upp hníf inni á staðnum.

Var hann því sakfelldur en hlaut vægan dóm, 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf hins vegar að greiða verjanda sínum eina milljón króna í málsvarnarlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns