The Guardian skýrir frá þessu og segir að Pútín hafi sagt að vestrænar leyniþjónustur hafi lengi verið mjög virkar í Rússlandi og nú hafi þær bætt enn fleira fólki og öðrum úrræðum í aðgerðir sínar gegn Rússlandi. „Við verðum að bregðast við í samræmi við þetta,“ sagði Pútín.
Hann sagði að FSB eigi að berjast gegn „njósnum og skemmdarverkaaðgerðum“ sem séu skipulagðar af Úkraínu og Vesturlöndum.
Pútín viðurkenndi einnig í ræðunni að starfsmenn FSB hafi fallið í stríðinu í Úkraínu og sagði að stjórnendur leyniþjónustunnar verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja við fjölskyldur hinna föllnu.