fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Skemmdarvargurinn við Melabúðina kom víðar við

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. febrúar 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem sást spreyja utan á vegg Melabúðarinnar á föstudagskvöld birti röð mynda á Snapchat sem gefa til kynna að hann hafi komið víðar við. Birti hann m.a. mynd af spreybrúsum og garðvegg þar sem upphafsstafirnir HNP hafa verið spreyjaðir.

DV greindi frá því í morgun að sést hafi til manns á föstudagskvöld að spreyja utan á vegg Melabúðarinnar sömu áletrun, HNP.

Sjá einnig: Varð vitni að skemmdarverki við Melabúðina í gærkvöld – „Þetta var ekki unglingur, þetta var fullorðinn maður

Maðurinn er um þrítugt og á brotaferil að baki. Hann kom víðar við í Vesturbænum og spreyjaði þessari sömu áletrun, HNP.

Aðili sem veitti DV ábendingu um atvikið fyrir utan Melabúð í gær sendi inn örstutt myndband sem sýndi manninn ganga hratt frá vettvangi en ekki spreyja á vegginn. Viðkomandi lýsir því svo að maðurinn hafi spreyjað á vegginn og síðan ekið í burtu á bíl.

Uppfært – Spreyjaði aftur á Melabúðina:

Maðurinn áðurnefndi kom aftur að Melabúðinni á föstudagskvöld og spreyjaði sömu áletun á vegginn. Samkvæmt ábendingu lesanda átti þetta sér stað um klukkustund eftir fyrra atvikið. Tók lesandinn meðfylgjandi mynd af athæfinu:

Uppfært kl. 15:07:

Málið er nú komið inn á borð lögreglu samkvæmt mbl.is og hefur eigandi Melabúðarinnar afhent lögreglu gögn úr eftirlitsmyndavélum sem sýna glögglega manninn að verki. Atvikið hefur verið kært til lögreglu.

Maðurinn spreyjaði á fleiri hús í Vesturbænum í gærkvöld.

Uppfær og leiðrétt:

Beðist er velvirðingar á því að í þessari frétt var áður ranghermt að maðurinn væri hluti af svo kölluðum HNP-hópi sem stundar veggjakrot. Hið rétta er að maðurinn mun hafa verið einn að verki og aðrir tengjast ekki skemmdarverkum hans.

Fréttinni hefur verið breytt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti