Maður sem sást spreyja utan á vegg Melabúðarinnar á föstudagskvöld birti röð mynda á Snapchat sem gefa til kynna að hann hafi komið víðar við. Birti hann m.a. mynd af spreybrúsum og garðvegg þar sem upphafsstafirnir HNP hafa verið spreyjaðir.
DV greindi frá því í morgun að sést hafi til manns á föstudagskvöld að spreyja utan á vegg Melabúðarinnar sömu áletrun, HNP.
Maðurinn er um þrítugt og á brotaferil að baki. Hann kom víðar við í Vesturbænum og spreyjaði þessari sömu áletrun, HNP.
Aðili sem veitti DV ábendingu um atvikið fyrir utan Melabúð í gær sendi inn örstutt myndband sem sýndi manninn ganga hratt frá vettvangi en ekki spreyja á vegginn. Viðkomandi lýsir því svo að maðurinn hafi spreyjað á vegginn og síðan ekið í burtu á bíl.
Maðurinn áðurnefndi kom aftur að Melabúðinni á föstudagskvöld og spreyjaði sömu áletun á vegginn. Samkvæmt ábendingu lesanda átti þetta sér stað um klukkustund eftir fyrra atvikið. Tók lesandinn meðfylgjandi mynd af athæfinu:
Málið er nú komið inn á borð lögreglu samkvæmt mbl.is og hefur eigandi Melabúðarinnar afhent lögreglu gögn úr eftirlitsmyndavélum sem sýna glögglega manninn að verki. Atvikið hefur verið kært til lögreglu.
Maðurinn spreyjaði á fleiri hús í Vesturbænum í gærkvöld.
Beðist er velvirðingar á því að í þessari frétt var áður ranghermt að maðurinn væri hluti af svo kölluðum HNP-hópi sem stundar veggjakrot. Hið rétta er að maðurinn mun hafa verið einn að verki og aðrir tengjast ekki skemmdarverkum hans.
Fréttinni hefur verið breytt.