Í greininni færði Jalving rök fyrir því að í sögulegu ljósi hafi konur viljað slaka á útlendingalöggjöfinni vegna ómeðvitaðra kynferðislegra langana eftir körlum frá öðrum heimshlutum en Vesturlöndum.
„Það eru að stórum hluta kvenkynskjósendur og stjórnmálamenn sem hafa ýtt undir og varið aukinn innflutning á fólki frá aðallega Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Það eru að minnsta kosti þær sem hafa í miklum mæli kosið þá flokka sem hafa sett þetta ólán af stað,“ skrifaði hann og staðhæfði í lokin að „yfirþyrmandi og sterk karlmennska þeirra hafi verið of lokkandi“.
Eflaust reka margir upp stór augu við að lesa skrif af þessu tagi og það gerðu stjórnendur Frihedsbrevet einnig og hringdu því í hann og spurðu hann hvaðan hann hefði þessar upplýsingar. Svarið var að þetta kæmi meðal annars úr „erótískum sögum í Femina“ en síðar kom í ljós að tímaritið birtir ekki lengur slíkar sögur. Einnig sagðist hann hafa aflað sér þessarar vitneskju á „hálflangri lífsleiðinni“.
Forfatter og debattør @MikaelJalving argumenterer i en kronik for, at kvinder har et generelt ønske om at løsne på udlændingepolitikken på grund af deres seksuelle lyst efter udenlandske mænd fra ikke-vestlige lande.
En holdning han blandt andet baserer på sexklummer i Femina. pic.twitter.com/mQzmO9b4fV
— Frihedsbrevet (@frihedsbrevet) February 16, 2023
Jótlandspósturinn leitaði svara hjá Michael Bang Petersen, prófessor í stjórnmálafræði við Árósaháskóla um hvað rannsóknir segja um tengsl kynhvatar og stjórnmálaskoðana.
Hann sagði vitað að tengsl séu á milli viðhorfs til kynlífs og stjórnmálaskoðana en ekki eins og Jalvig stilli því upp. „Það eru almennt séð tengsl á milli þess að vera opinn fyrir því að eiga marga rekkjunauta og að hafa vinstrisinnaðar stjórnmálaskoðanir. Ef maður hallast að því að laðast að mörgum hefur maður tilhneigingu til að vera vinstrisinnaður,“ sagði hann.
Hann sagði ekki líklegt að kynferðislegt aðdráttarafl karla af framandi uppruna hafi áhrif á skoðun fólks á innflytjendamálum. Ekki sé mikið um rannsóknir sem hafi sýnt fram á þetta. Þær sýni það gagnstæða, að fólk, sem tilheyrir hópum sem eru taldir öðruvísi, geti virkjað óttakerfi fólks.
Hann sagðist ekki vita til þess að neitt styðji þá kenningu að mýkri afstaða kvenna til innflytjendamála tengist kynferðislegri löngun þeirra eftir körlum frá löndum utan Vesturlanda.