Tilkynnt var um eld í húsi í Hafnarfirði. Þar logaði einungis eldur í kyndli sem húsráðandi notaði við einhverskonar andlega athöfn.
Einn ökumaður var handtekin grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann ók stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.
Fimm ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og tveir reyndust vera sviptir ökuréttindum.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um þjófnað á bakpoka, með fatnaði og persónulegum munum í, úr ólæstum skáp í íþróttamiðstöð í Hlíðahverfi.