fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Nýr leikur Rússa veldur verðhækkunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 08:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hækkuðu ýmsar hrávörur mikið í verði en verðið hefur verið á niðurleið síðustu mánuði. En verðsveiflum, af völdum stríðsins, er ekki lokið og í kjölfar ákvörðunar Rússa á föstudaginn hækkaði verðið á olíu og hætt er við að það hækki enn frekar.

Þetta er mat Global Risk Management.

Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, tilkynnti á föstudaginn að frá mars muni Rússar draga úr olíuframleiðslu sinni um 500.000 tunnur á dag.

Þetta er ansi mikið magn því Rússar framleiða 11 milljónir tunna á dag en á heimsvísu er framleiðslan um 100 milljónir tunna á dag.

Þessi aðgerð Rússar er mótleikur við refsiaðgerðum Vesturlanda sem tóku gildi fyrir viku síðan. Í þeim felst meðal annars að verðþak er á rússneskri olíu og dísilolíu. Einnig er bannað að kaupa sumar tegundir olíu og dísilolíu frá Rússlandi.

Olíuverð hækkaði um tvö prósent í kjölfar tilkynningar Rússa. Hækkaði olíuverð um átta prósent í síðustu viku.

 Ákvörðun Rússa kemur á sama tíma og útlit er fyrri að ekki sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði að sögn B.T.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum

Komst hvorki lönd né strönd á rennisléttum sumardekkjunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið
Fréttir
Í gær

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn

Sölvi ætlaði að gefa afrískri konu smá pening – Þegar hann sá hvað hún bar gerði hann þetta í staðinn