fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 05:48

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem teygist á stríðinu í Úkraínu aukast líkurnar á að til valdaráns komi í Rússlandi. Þetta segir Abbas Gallyamov fyrrum ræðuritari Vladímír Pútíns, forseta. Gallyamov hefur verið búsettur í Ísrael síðan 2018.

Þetta sagði hann í samtali við CNN og benti á að samhliða því sem rússneskur almenningur finnur fyrir afleiðingum refsiaðgerða Vesturlanda og að rússneskir hermenn koma heim í líkpokum, þá muni andstaðan gegn Pútín og stjórn hans fara vaxandi.

„Rússnesku efnahagslífi blæðir, stríðið er tapað og sífellt fleiri lík hermanna koma heim. Rússar munu upplifa sífellt fleiri vandamál og munu reyna að finna svar við af hverju þetta er að gerast. Þeir munu kíkja á hið pólitíska ferli og segja við sig sjálfa: „Ókei, þetta gerist af því að landinu okkar er stýrt af gömlum harðstjóra, gömlum einræðisherra“,“ sagði Gallyamov og vísaði þarna til Pútíns.

„Þegar hin pólitíska staða breytist og landinu er stýrt af hötuðum og mjög óvinsælum forseta verður einhver að gjalda fyrir öll vandamálin, svo valdarán er raunhæfur möguleiki,“ sagði Gallyamov og bætti við að það geti átt sér stað á næstu 12 mánuðum.

Valdarán gæti verið framið af fólki í innsta hring Pútíns og af þeim sökum er hann fljótur að bola fólki í burtu ef það er orðið of valdamikið. Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier í samtali við TV2.

„Hann skiptir reglulega út í innsta hring sínum og það getur verið hluti af valdabaráttu þar sem honum finnst að sumir séu orðnir aðeins of valdamiklir og metnaðargjarnir. Þeir verða að passa sig á því. Eins og stemmningin er í Rússlandi í dag, með gríðarlegri pólitískri einstefnu, gildir að ganga í tak við forsetann,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að valdakerfið í kringum Pútín sé mjög stöðugt eins og er. Það sé þó ekki í eins miklu jafnvægi og fyrir stríðið en í heildina virðist það í jafnvægi og að valdhafar hafi stjórn á almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við