fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 06:54

Kreml.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru útsendarar rússneskra yfirvalda sem stóðu á bak við bréfsprengjur sem voru sendar á ýmis heimilisföng á Spáni í nóvember, þar á meðal til forsætisráðherra landsins.

New York Times skýrir frá þessu.

Sex bréfsprengjur voru sendar til heimilisfanga á Spáni í nóvember. Bréfin voru stíluð á heimili Pedro Sanchez forsætisráðherra, varnarmálaráðuneytið og úkraínska og bandaríska sendiráðið.

New York Times segir að bandarískir og spænskir embættismenn telji að rússneskir leyniþjónustumenn hafi látið liðsmenn herskárra rússneskra samtaka senda sprengjurnar.

Enginn lést af völdum þeirra.

Bandarísk yfirvöld rannsaka þessar árásir sem hryðjuverk.

New York Times segir að markmiðið með sendingunum hafi verið að sýna að Rússar séu færir um að fremja hryðjuverk í Evrópu.

Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að spænskir rannsakendur hafi borið kennsl á „áhugaverða einstaklinga“ sem gætu tengst árásunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“