fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Rússneskir andspyrnumenn eru í stríði við Pútín – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 05:39

Einn af andspyrnumönnunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd er varpað ljósi á stríð rússneskra andspyrnumanna við Pútín og ráðamenn í Kreml.

Sky News segir að Jake Hanrahan, sem starfar sem sjálfstæður blaðamaður, hafi gert myndina, sem er aðgengileg á YouTube, þar sem hann ræðir við tvo félaga í rússneskum „stjórnleysis-kommúnistahópi“ sem er þekktur sem BOAK. Þetta eru róttæk samtök vinstri manna sem höfðu frekar óljós og óraunhæf stefnumál áður en Rússar réðust inn í Úkraínu.

Eldar hafa brotist út víða í Rússlandi á undanförnum mánuðum, til dæmis á rannsóknarstofum, verslunarmiðstöðvum og verksmiðjum. Radio Free Europe segir að úkraínskum skemmdarverkamönnum hafi verið kennt um þetta og jafnvel vestrænum leyniþjónustustofnunum.

Hanrahan segir hins vegar að „umfangsmikil og virk andspyrna“ sé til staðar í Rússlandi. Í myndinni segja félagar í BOAK honum að skæruliðar hafi gert árásir allt frá Kaliningrad, í vestri, til Vladivostok, í austri, um allt land. Nánast í öllum stórum borgum sem og litlum.

Eru skæruliðarnir sagðir nota heimagerðar sprengjur, upplýsingar sem þeir afla sér á Internetinu og stunda njósnir um væntanleg skotmörk.

BOAK segir að um 30 hópar um allt Rússland starfi saman og markmið þeirra sé að grafa undan ráðamönnum í Kreml.

Ef liðsmenn samtakanna nást þá bíður þung refsing þeirra en þeir segja: „ef við tökum ekki þessa áhættu, þá bíður okkar engin framtíð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tugir íslenskra barna fá offitulyf

Tugir íslenskra barna fá offitulyf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði