fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Edda Falak segir afsökunarbeiðni ÍBV ekki duga til – „Þetta mál snýst ekki um persónur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og aktívistinn Edda Falak segir að afsökunarbeiðni sem hún hefur nú fengið frá íþróttafélaginu ÍBV sé ekki nóg, en um er að ræða afsökunarbeiðni vegna skessu sem útbúin var fyrir Þrettándagleði félagsins í Vestmannaeyjum en á tröllskessuna hafði nafn Eddu verið ritað, eða reyndar misritað sem Edda Flak.

Stjórn ÍBV baðst í dag afsökunar og sagði að verkferlar verði settir við undirbúning samkomunnar framvegis. Félagið muni læra af mistökunum og vanda betur til verka svo ekki falli skuggi á samkomuna líkt og gerðist í ár. Var tekið fram að reynt hafi verið að ná í Eddu vegna málsins til að biðja hana formlega afsökunar en hún hafi ekki viljað heyra frá félaginu – sem sé skiljanlegt.

Edda hefur nú brugðist við afsökunarbeiðninni en hún skrifar á Instagram að meira þurfi að koma til.

„Þetta snýst ekki um að ÍBV biðji bara mig afsökunar og að ég fyrirgefi ein. Fullt af fólki sem þetta olli vanlíðan hjá, bæði fólk sem er ekki hvítt út af útliti tröllsins og svo fólk sem er í baráttunni og óttast svona árás. 

Þetta mál snýst ekki um persónur. Það snýst um að ÍBV tók þátt í hatursorðræðu og rasisma gagnvart fleira fólk en bara mér.“ 

Það sé lykilatriði að ÍBV biðji alla þá sem það olli vanlíðan afsökunar á málinu. Ekki bara Eddu.

„Það er ákveðið lykilatriði að ÍBV biðji þetta fólk opinberlega afsökunar, að þið sýnið að þið viljið virkilega læra af þessu, sækið fræðslu og miðlið henni til samfélagsins ykkar. Það er fullt af fólki frá Vestmannaeyjum að reyna að verja þennan gjörning og það þarf því að reyna að höfða til þeirra líka. Fordæma þá hegðun að það sé verið að verja þetta, þetta sé óafsakanlegt.“ 

Edda segist sjálf hafa haft samband við framkvæmdastjóra ÍBV, Harald Pálsson í dag.

„Ég vona að ÍBV hafi viljann til þess að gera betur því þessi yfirlýsing er alveg óskaplega væskilsleg. Ég óska einnig eftir afsökunarbeiðni frá þeim sem komu að tröllinu, skrifuðu nafnið mitt á skessuna og uppnefndu mig.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“