fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Vara við Vilhjálmi vændisníðingi á vettvangi Tinder

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inn á Facebook-hóp þar sem barist er gegn ofbeldismenningu er varað við karlmanni á þrítugasta ári sem nýlega var dæmdur fyrir að ganga í skrokk á, og nauðga, konu sem hann hafði keypt vændi af.

Umræddur maður, Vilhjálmur Freyr Björnsson, var nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, en áður hafði dómurinn verið nafnhreinsaður. Ákvörðun var tekin um að endurbirta dóminn,  með nafni Vilhjálms, þar sem hann hafi engin tengsl við þolanda í málinu og því ekki hægt að vísa til hagsmuna þolanda varðandi nafnhreinsun.

„Þessi maður er á Tinder. Ef hann poppar upp hjá ykkur endilega reporta prófílinn hans. Því fleiri sem tilkynna hann því líklegra er að hann verði bannaður á tinder.“

Með færslunni fylgdi skjáskot af Tinder-prófíl Vilhjálms. Í athugasemdum kom fram að hann hafi einnig búið sér til aðganga þar sem hann gengur undir fölsku flaggi og kalli sig meðal annars Halldór.

Vilhjálmur var þann 20. desember dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín. Í dómsorði segir:

„Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að atlaga ákærða að brotaþola var ofsafengin og gróf og að með háttsemi sinni olli hann brotaþola alvarlegum líkamlegum áverkum og braut gegn kynfrelsi hennar og þeim trúnaði sem hún sýndi honum með komu sinni til hans. Megi telja mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir brotaþola. Ákærði framdi brot sín af eigingjörnum hvötum og skeytti engu um heilsu og velferð brotaþola. Var ásetningur ákærða sterkur en hann frelsissvipti brotaþola í um þrjár klukkustundir og beitti hana á þeim tíma líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.“ 

Vilhjálmur varð það til málsbóta að hafa sótt vímuefnameðferð og játað háttsemi sína að hluta. Að öðru leyti ætti hann sér engar málsbætur.

Sjá einnig:
Þetta er nafn mannsins sem var dæmdur fyrir að frelsissvipta og nauðga vændiskonu
Frelsissvipti vændiskonu og misþyrmdi henni hrottalega

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT