fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Spáir allsherjarstríði af hálfu Rússa á þessu ári og útilokar ekki kjarnorkuvopnanotkun – „Það eru ansi miklar líkur“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 07:01

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að taka hótanir Pútíns um beitingu kjarnorkuvopna alvarlega því Rússar eiga fljótlega ekki aðra kosti til að sigra í stríðinu en að stigmagna það.

Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í þættinum Lippert á TV2 á þriðjudaginn.

„Rússar eru að hverfa frá umræðunni um litla, sérstaka hernaðaraðgerð, og færa sig nær allsherjarstríði þar sem allt rússneska samfélagið kemur við sögu. Ég held að það sé þannig stríð sem við munum sjá í ár,“ sagði hann í þættinum.

Hann benti á að líklega sé enn verið að þjálfa hluta þeirra 300.000 manna sem voru kvaddir í herinn í haust og hluti hafi verið sendur á vígvöllinn. Spurningin sé hvað Rússar geti gert ef þeir vilja stigmagna átökin.

„Enn frekari herkvaðning er eitt af því sem virkar hjá Rússum sem eru í vanda því þá skortir skotfæri og stórskotalið og úkraínski herinn hefur reynst erfiðari andstæðingur en Pútín reiknaði með,“ sagði hann.

Hann benti einnig á aðra hugsanlega átt sem stríðið getur farið í. Það er að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Það verði það síðasta sem Rússar grípi til en það sé ekki útilokað og að við „verðum að horfast í augu við hversu alvarleg staðan er“.

„Við verðum að vera vakandi yfir hættunni og við verðum að geta rætt um hana,“ sagði hann og bætti við að í þessu sambandi verði að hafa í huga að Rússar telji stríðið vera stríð upp á líf eða dauða, stríð um tilvist Rússlands, og um leið sé Rússland mesta kjarnorkuveldi heims.

„Það eru að mínu mati mjög litlar líkur á að kjarnorkuvopnum verði beitt en ef ég segi að ég telji 95% líkur á að ekki verði kjarnorkustríð í Evrópu árið 2023 þá eru 5% líkur á kjarnorkustríði. Það eru ansi miklar líkur,“ sagði hann og benti á að ef Rússar grípa til þess að beita kjarnorkuvopnum geti Vesturlönd dregist inn í stríðið af fullum þunga og hugsanlega muni Kína og Indland þá snúa baki við Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg