fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Há tré valda ólgu í Hjallahverfi – Drógu nágrannann fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 21:45

Trjágróður á svæðinu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein, eigandi fasteignar í Hjallahverfi, hefur verið dæmd til að klippa trjágróður  á lóð sinni þannig að hann skyggi ekki jafnmikið og verið hefur á útsýni nærliggjandi húsa. Eigendur tveggja parhúsa í næstu götu stefndu konunni fyrir Héraðsdóm Reykjaness sem kvað upp dóm í málinu þann 4. janúar. Hins vegar var vísað frá kröfu um að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hafa yfir lóðamörk nágrannanna.

Stefnendur í málinu byggðu kröfur sínar á því að þau „eigi lögvarinn rétt til þess að nýta fasteignir sínar með eðlilegum hætti til útiveru og annarra athafna, en það geti þau ekki að óbreyttu ástandi. Stefnendur vísa til þess að umræddur trjágróður skerði nýtingarmöguleika fasteigna þeirra með svo veigamiklum hætti að það fari gegn almennum reglum nábýlisréttar. Samkvæmt almennum ólögfestum reglum nábýlisréttar beri stefndu að taka tillit til nágranna sinna og ráðast í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi nágranna. Óþægindi af trjágróðri á lóð stefndu séu veruleg og viðvarandi og mun meiri en stefnendur þurfi að þola. Íbúar í þéttbýli megi almennt búast við því að fá notið sólar, birtu, útsýnis og annarra réttinda sem fasteignum þeirra fylgi án verulegrar skerðingar. Staðan sé hins vegar sú að hæð og staðsetning trjágróðurs á lóð stefndu geri það að verkum að nær algjörlega skyggi fyrir dagsbirtu og sól á verönd á lóðum stefnenda, frá hádegi yfir sumarið og svo stuttu síðar af svölum á annarri hæð hússins,“ eins og segir í texta dómsins.

Konunni er gert skylt að klippa trén innan þriggja mánaða frá dómsuppsögn en ella greiða dagsektir að fjárhæð 35.000 krónur til stefnendanna. Einnig þarf hún að greiða þeim tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti