fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 08:00

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir karlmenn flýja land í tugþúsunda tali til að komast hjá herkvaðningu. Andstaða Rússa við stríðið í Úkraínu fer vaxandi, ekki síst í Kákasus.

Rúmlega 250.000 manns, aðallega karlar, hafa yfirgefið Rússland síðan Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna. Öngþveiti hefur verið við landamærin að Georgíu en tugir þúsunda hafa farið yfir þau á síðustu dögum. Aðeins ein landmærastöð er opin þar en samband ríkjanna hefur verið ansi stirt síðan Rússar réðust inn í landið 2008.

Að minnsta kosti 100.000 Rússar hafa farið til Kasakstan. Kassym Jomart-Tokajev, forseti, sagði að flestir flóttamannanna hefðu neyðst til að yfirgefa Rússland vegna hinna vonlausu stöðu. „Við verðum að sjá um þá og tryggja öryggi þeirra,“ sagði hann og sendi ráðamönnum í Kreml eitrað skot með þessum ummælum.

Á sama tíma og margir flýja land, eða fara í felur innanlands, hafa fregnir borist af mótmælum víða um landið. Þau mestu hafa verið í Dagestan í norðanverðu Kákasus.

Fyrr í vikunni birtust upptökur af því þegar starfsmaður á skráningarstofu hersins í Irkutsk í Síberíu var skotinn til bana af ósáttum manni. Í Rjazan í miðhluta landsins kveikti maður í sjálfum sér eftir að hafa verið kallaður í herinn.

Víða um land hefur verið kveikt í ráðhúsum og skráningarstofum hersins. Frá því að Pútín tilkynnti um herkvaðningu hefur verið ráðist á að minnsta kosti 17 opinberar byggingar að sögn óháða miðilsins Mediazona. Frá upphafi stríðsins þar til tilkynnt var um herkvaðninguna voru árásir af þessu tagi 37.

Mesta andstaðan við herkvaðninguna hefur komið í ljós í Norður-Kákasus en íbúar þar hafa árum saman verið uppi á kant við stjórnvöld í Moskvu. Í Dagestan hafa mótmælendur, að stórum hluta eiginkonur og mæður hermanna, lokað stórum vegum og lent í átökum við lögregluna.

Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðninguna sagði hann að ekki væri um fulla herkvaðningu að ræða og að nú yrðu 300.000 menn frá öllu landinu kallaðir í herinn. En samkvæmt fréttum frá Rússlandi virðast yfirvöld vera með allar klær úti til að finna hermenn og hafa sjónir þeirra beinst sérstaklega að svæðum þar sem minnihlutahópar búa.

„Í dag komu þeir frá skráningarstofunni til að hafa uppi á bróður mínum sem lést fyrir tveimur árum,“ skrifaði söngkonan Natalja Semjonova, frá Burjatien sem er lýðveldi í austurhluta Síberíu, á rússneska samfélagsmiðla. „Það er fyndið að þeir komi til að leita að þeim látnu, upplýsingar þeirra eru úreltar, en á hinn bóginn þá er Burjatien alltaf fremst í röðinni þegar finna þarf fallbyssufóður,“ skrifaði hún.

Stjórnvöld segja að kalla eigi 300.000 menn í herinn en óháðir rússneskir fjölmiðlar segja að reynt sé að kalla eina milljón manna í herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni