fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Uppreisn gegn Pútín kraumar í Dagestan – „Getur breytt stemmningunni í öllu landinu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 07:08

Mótmælendur eru handteknir ef þeir láta á sér kræla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveikt er í myndum af Vladímír Pútín. Reiðar konur ráðast á lögreglumenn. Öskrað er „við erum ekki blind“ og „það var Rússland sem réðst á Úkraínu“ eða „börnin okkar eiga ekki að enda sem áburður“.

Þetta er sumt af því sem heyrist og sést á ótal myndbandsupptökum, sem hefur verið dreift síðustu daga á samfélagsmiðlum, af atburðum í Dagestan, sem er eitt ríkjanna í rússneska ríkjasambandinu.

Þar hafa verið áberandi mikil mótmæli gegn herkvaðningunni sem Pútín tilkynnti um í síðustu viku en með henni á að kalla 300.000 karla til herþjónustu og senda til Úkraínu.

„Ýmislegt bendir til að almenningur sé að átta sig á að hann hefur verið blekktur. Að það hafi verið logið blákalt að honum,“ sagði Mette Skak, sérfræðingur í rússneskum málefnum og lektor við Árósaháskóla, í samtali við B.T.

Hún sagði að þetta gæti verið dropinn sem fyllir mælinn og geri að verkum að Pútín standi frammi fyrir vaxandi pólitískum vanda innanlands.

Það er athyglisvert en kannski ekki undarlegt að mótmælin blossa upp af svona miklum krafti í Dagestan. Þetta er lítið og fátækt ríki en samkvæmt tölum hefur það misst langflesta hermenn í Úkraínu hlutfallslega. Rúmlega tíu sinnum fleiri en Moskva. Svipað er uppi á teningnum í öðrum afskekktum ríkjum ríkjasambandsins.

Sama mynd sýnir sig nú við herkvaðninguna þar sem karlar úr þessum afskekktu ríkjum eru kallaðir til herþjónustu þótt þeir uppfylli ekki þau skilyrði sem sögð voru liggja til grundvallar ákvörðun um hverjir verða kallaðir til herþjónustu.

Ungir sem gamlir hafa verið kallaðir til þjónustu, fatlaðir, háskólanemar, menn án nokkurrar hernaðarreynslu og meira að segja menn sem eru löngu dánir.

Skak sagði að fólk sé reitt og nú sé komið að þeim punkti að almenningur hafi fengið nóg. Hún líkti herkvaðningunni við „pólitískt sjálfsmark“.

„Þrátt fyrir að þetta sé „bara“ í Dagestan þá skiptir þetta máli hvað varðar heildarmyndina því við vitum að almennt hefur rússneskur almenningur, einnig í stórborgum eins og Moskvu og St. Pétursborg, miklar áhyggjur af kæruleysislegri framkvæmd herkvaðningarinnar. Þetta gæti breytt stemmningunni í öllu Rússlandi og gæti þróast á slæman veg fyrir Pútín,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“