fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 15:00

Það er úran í tunnunum umræddu.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er siðferðilega rangt af Noregi að hagnast á stríðinu í Úkraínu segja gagnrýnisraddir í norska þinginu. Þeim finnst að auknar tekjur Norðmanna af gas- og olíusölu eigi að renna til Úkraínu en ekki í norska sjóði.

Norðmenn hafa verið gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir að hagnast á stríðinu í Úkraínu en hærra verð á olíu og gasi skilar þeim auknum tekjum.

„Það er „siðferðilega rangt“ af Noregi að hagnast á verðhækkunum sem eru að miklu leyti knúnar áfram af deilunni við Rússland vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir Rasmus Hansson, sem er þingmaður Græningja.

Í viðtali við Politico sagði hann að Norðmenn séu skammsýnir og sjálfselskir. „Við fáum óvænt meira en við áttum von á, þetta eru miklir peningar, en spurningin er hvort peningarnir tilheyri okkur, á meðan augljósasta ástæðan fyrir verðhækkunum og auknum tekjum eru þær hörmungar sem dynja á úkraínsku þjóðinni,“ sagði hann.

Vegna hærra verðs á olíu og gasi verða tekjur norska olíu- og gasiðnaðarins mun hærri á þessu ári en reiknað var með. Það sama gildir um ríkissjóð en reiknað er með að tekjur hans af olíu- og gasiðnaðinum verði sem svarar til 22.000 milljarða íslenskra króna á árin. Það er næstum tvöfalt meira en á síðasta ári að sögn E24.

Hansson sagði þetta vera ósanngjarnt og að þessi aukafjármunir eigi að renna í samstöðusjóð sem notaður verði til endurreisnar Úkraínu að stríðinu loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni