fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:00

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyiv Erdogan, forseti Tyrklands, var í löngu viðtali við PBS News Hour um helgina. Hann ræddi meðal annars um nýlegar viðræður hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en þeir funduðu í Úsbekistan í síðustu viku.

Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig við um Krím, sem Rússar hertóku 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið, sagði hann svo vera.

„Ég hef rætt þetta við minn góða vin Pútín síðan 2014 og þetta er það sem við viljum að hann geri. Við höfum beðið um að Krím verði skilað aftur til réttmæts eiganda,“ sagði Erdogan.

Tyrkland er eitt fárra Evrópuríkja sem á ekki í hörðum deilum við Rússa. Erdogan og Pútín hafa til dæmis hist nokkrum sinnum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”